Skrítið...
..mig dreymir oft sama drauminn, alveg frá því ég var lítil. Hann er þannig að ég á að fara að leika í leikriti og kann ekki textann. Þetta er alveg hræðilega vond tilfinning og enginn trúir mér þegar ég er að reyna að segja frá þessu, í draumnum sko. Í þetta sinn átti ég að leika álfkonuna í Gosa. Allt í einu var klukkutími í sýningu og ég vissi ekkert um búninginn og hafði ekki hugmynd um hvað ég átti að segja eða gera í leikritinu. Þetta hlýtur að þýða eitthvað fyrst mig dreymir þetta svona aftur og aftur.
Hmmmm?
föstudagur, janúar 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|