þriðjudagur, janúar 11, 2005

Hálfnað verk þá hafið er...

...en gaman væri líka að klára það einhverntíman! Ég er með svo mörg járn í eldinum að mér tekst aldrei að klára neitt. Nei, nei kannski smá ýkjur. Þetta mjakast allt saman. Það er bara hörkudjobb að vera svona heimavinnandi. Kannski að maður sé að ætla sér um of, veit ekki. Ég ætla svo oft að klára að gera eitthvað á kvöldin, eins og núna í kvöld ætla(ði) ég að klára að ganga frá þvottinum en ég bara nenni því ekki. Ég ætlaði líka að gera það í gærkvöldi, nennti því ekki heldur. Jeminn hvað þetta er áhugavert!

HM dafnar heldur betur vel, er orðinn algjör bolti, 7,2 kíló. Hann er þvílíkt búinn að hanga á brjóstinu í 4 daga og er greinilega að vinna upp meiri forða. Mér finnst hann hafa breyst svo mikið, er að missa hárið og svona. Hann er pínu slappur núna með kvef og smá illt í mallakút. Ohh, kannski ljótt að segja en mér finnst börn svoooo sæt þegar þau eru lasin!

Ég verð að fara að henda inn myndum bráðum, bara nenni ekki núna. Það tekur á að framleiða mjólk get ég sagt ykkur. Ekki auðvelt heldur að vera svona mikil jussa eins og ég er, berandi tugi aukakílóa allan daginn. Djxxxll er ég búin að fá mikið ógeð á þeim.

Jæja, best að fara að sinna lösnum grís...


Chao!