mánudagur, janúar 17, 2005

Meiri börn, mont og megrun.

Jebbs, eins og glöggir lesendur taka eftir er baby-bomban farin af stað á ný. Ég bíð spennt eftir næstu óléttufrétt, þetta er nefninlega svo smitandi. Gaman gaman, aldrei of mikið af íslenskum kollegíbúum.

Já, börnin eru yndisleg. Sérstaklega mín...hahaha, þetta segja nú allir. Ég er samt alveg sérstaklega stolt af syni mínum hinum eldri í dag. Við vorum nebbla í skole-hjemsamtale, eða bara foreldraviðtali áðan. Í stuttu máli hefði það ekki getað gengið betur. Það voru bara jákvæðir punktar, ekki arða af neikvæðu! Ohhh, þetta yndi stendur sig eins og hetja. Kennarinn átti bara ekki orð, spurði hvar hann hefði eiginlega lært ensku. Bara af sjónvarpinu, tölvunni og mér, sagði ég bara. Svona klárir og duglegir strákar fá sko að velja sér kvöldmat og eftirrétt í verðlaun. Pabba-borgari og ís mmm...

Og að síðustu, þetta. Þá er það ákveðið, frá og með næsta mánudegi verður blaðinu snúið við og hana nú (sagði hænan þegar hún lá á bakinu, var það ekki þannig?) !
Nú er ekki aftur snúið fyst ég er búin að birta það á netinu!