föstudagur, mars 25, 2005

Hér koma nokkrir punktar sem hafa komið upp að undanförnu hjá mér...svolítið málsháttar inspireraðir í anda hátíðanna.

  1. Oftar brotna langar neglur en stuttar.
  2. Ekki er sama fiskari og Fischer.
  3. Ekki er gaman að villast á leið í afmæli.
  4. Oft rætist úr þegar síst skyldi.
  5. Alltaf kemur vorið um síðir.
  6. Betri eru tveir göngutúrar en einn.
  7. Höfundur sjónvarpsþáttana Dallas er David Jacobs.
  8. Ís getur verið ókeypis...ótrúlegt en satt!
  9. Myndir á vegg gera herbergin lifandi.
  10. Hver einasti sentímetri skiptir máli.
  11. Betur fara skór í hillu en á gólfi.
  12. Sjaldan leynast rúm í vandrehöllum.
  13. Það er alltaf Sherlock Holmes fílingur í þoku.
  14. Rólur eru líka fyrir sex mánaða.
  15. Maður ER manns gaman.
  16. Sumir föstudagar eru lengri en aðrir.
  17. Gott er að klára hafið verk.
  18. Jákvæðni léttir lund og líf.
Ekki meira í bili....

-Gleðilegan pásk!