Hér koma nokkrir punktar sem hafa komið upp að undanförnu hjá mér...svolítið málsháttar inspireraðir í anda hátíðanna.
- Oftar brotna langar neglur en stuttar.
- Ekki er sama fiskari og Fischer.
- Ekki er gaman að villast á leið í afmæli.
- Oft rætist úr þegar síst skyldi.
- Alltaf kemur vorið um síðir.
- Betri eru tveir göngutúrar en einn.
- Höfundur sjónvarpsþáttana Dallas er David Jacobs.
- Ís getur verið ókeypis...ótrúlegt en satt!
- Myndir á vegg gera herbergin lifandi.
- Hver einasti sentímetri skiptir máli.
- Betur fara skór í hillu en á gólfi.
- Sjaldan leynast rúm í vandrehöllum.
- Það er alltaf Sherlock Holmes fílingur í þoku.
- Rólur eru líka fyrir sex mánaða.
- Maður ER manns gaman.
- Sumir föstudagar eru lengri en aðrir.
- Gott er að klára hafið verk.
- Jákvæðni léttir lund og líf.
-Gleðilegan pásk!
|