Smá update
Jeminn hvað það er gott að vera komin aftur til netheima. Samt ágætt líka að fá smá breik. Tölvan okkar fór nebbla í fokk og nú er barasta búið að kaupa nýja og það besta af öllu...nýjan skerm, flatskerm sko...19"....ohh ég er bara algjör pæja með þessar græjur.
Það er nú ýmislegt búið að gerast á meðan. Aðallega hjá litla kalli....hann er eitthvað að flýta sér að verða stór...er kominn með tvær tennur og farinn að velta sér á magann. Svo er hann alltaf að verða flinkari og flinkari að beita fingrunum. Hann er voða duglegur að nota dudduna til að æfa sig í því. Það fer ekki mikið fyrir grautaráti hjá honum...er búin að prófa þá nokkra en hann vill þá ekki. Ég ætla að prófa að gefa honum kartöflu aftur. Ég held að hann sé bara svona ánægður með brjóstið sitt að hann hafi bara ekki áhuga á öðru. Málið er bara að hann er farinn að bíta mig með þessum hvössu tönnum sínum og ég er orðin ansi þreytt á því. Er jafnvel að spá í að venja hann af brjóstinu. Það var alls ekki planið að gera það svona snemma en ég er samt ekki að meika þessar tennur. Anyways, allt gengur annars eins og í sögu með hann. Hann er voða duglegur að fara að sofa á kvöldin, sofnar svona um 8 eða 9...alger draumur. Eins og hann, alger draumur, litla krúttið mitt.
Af okkur hinum er svo það að frétta að frúin er búin að fara einu sinni í heimaleikfimi og líkaði bara vel. Stefnt er á fleiri leikfimitíma í nánustu framtíð. Húsbóndinn er búinn með fyrstu önnina á skólanum og er búinn að vera í páskafríi síðan á föstudaginn.
Best að hafa þetta ekki lengra í bili. Það eru ekki allir sem nenna að lesa langar færslur.
Ble
fimmtudagur, mars 17, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|