sunnudagur, mars 27, 2005

Páski pásk...

Páskaeggjaleit, íslenskt páskalambalæri eldað í ömmustíl....mmmm. Bökuðum beibírúþ en þorðum svo ekki að borða hana því það voru ekki pasturíseraðar (ætli það útleggist ekki sem gerilsneytt á ástkæra ylhýra) eggjarauður í kreminu. Vissuð þið að sénsinn að fá salmonellu úr eggjum hér í DK er 1 á móti 10 og enn meiri líkur úr kjúklingi. Maður getur ekki einu sinni treyst því þó það standi salmonella frit á pakkningunum. PASSA SIG!!!

En...

Hvað er eiginlega að sofa í hausinn á sér? Hvaðan er þetta komið? Af hverju segir maður þetta? Þýðir þetta að sofa einstaklega fast eða vel? Ég heyrði þetta eða las, réttara sagt, í fyrsta skipti fyrir nokkrum mánuðum og er alltaf að rekast á þetta aftur og aftur. Þetta meikar engan sens fyrir mér. Ég verð að fá útskýringu á þessu.

Skilittekki!