föstudagur, mars 18, 2005

Bæ bæ Ísland!

Nú er ég búin að fá nóg af Íslandi. Ekki það að mér þyki ekki vænt um land og þjóð, þvert á móti. Ég ætla bara að taka mér góða pásu frá fréttum, Silfri Egils, Íslandi í dag, Kastljósi og öllu þessu. Já og framvegis verður sko bara hlustað á DR og ekkert RUV kjaftæði! Ætli maður kíki ekki bara svona einu sinni í viku og tékki á því hvað er að gerast heima og ekki meir. Ég bý nú einu sinni í útlöndum og eins gott að vera þar bara. Ég neyðist nú samt til að fylgjast með húsnæðismarkaðnum heima út af íbúðinni og hinni eilífu spurningu...eigum við að selja og þá hvenær?

Hmm jæja, klukkan er að verða tíu og ekki búið að éta kvöldmat ennþá. Ólifnaður er þetta! Ussussussussuss.

Eyjó peyjó kom annars í heimsókn og var auðvitað hlekkjaður við tölvunna med det samme og reddaði fullt af drasli fyrir okkur og bað mig svo að syngja fyrir sig á plötuna sína. OOO bara gaman...hlakka til.

Meira síðar...túrúlú!