Skattmann þú svikaradjöfull...þetta skal ég sko muna!
mánudagur, júlí 30, 2007
Mbl. í dag:
Steingeit: Þú ert sérlega næmur, skilningsríkur og samúðarfullur við fólkið sem þú elskar - og líka við það sem þú þekkir varla. Það er þitt framlag til friðar á jörðu.
...svo satt, svo satt.
Skrifaði Regína klukkan 12:10 |
fimmtudagur, júlí 26, 2007
þriðjudagur, júlí 24, 2007
Það furðulega gerðist í morgun að allt í einu mundi ég hvað var svona sérstakt við 22. júlí en það hafði verið eitthvað að bögga mig svona undir niðri. Það var dagurinn sem Goggi litli bróðir dó fyrir 7 árum. Ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. Fram að þessu hefur þessi dagur aldrei farið fram hjá mér en núna var þetta semsagt svona. Þetta er sumsé bara lífið að halda áfram eða hvað?
Það er samt langt frá því að ég gleymi Gogga mínum...aldrei.
Blessuð sé minning hans.
Skrifaði Regína klukkan 10:19 |
föstudagur, júlí 20, 2007
Jæja, bara vika síðan síðast. Það er nú bara því það er ekkert að frétta eiginlega. Ég er reyndar búin að hitta og fá í gistingu hálfsystur mína frá Noregi og á von á henni aftur á morgun. Svo ætlum við þrjú hálfsystkyni að hittast vonandi í næstu viku. Gaman að því.
Ég er annars bara búin að láta vikuna líða, vinnandi frá 9-5. Það er alveg ofurrólegt og lítið að gera í vinnunni. Það reynir sko á þolinmæði og útsjónarsemi að tapa sér ekki úr leiðindum þegar svona stendur á. Það er eiginlega ekki heldur ofan á ástandið bætandi að allir strákarnir mínir eru í fríi á meðan ég hangi á skrifstofunni. Ég var eiginlega bara dauðfegin að fá rigningu svo ég þyrfti ekki að missa af góðviðrinu.
Adíós amigós! Ég ætla að njóta helgarinnar með fjölskyldunni sem ég sakna allan daginn!
Skrifaði Regína klukkan 20:37 |
föstudagur, júlí 13, 2007
Mikið er nú gott að vera komin heim í kotið mitt litla. Nú klæjar mig í fingurna að fara að gera eitthvað fyrir hann blessaðan. Ég vona bara að skattmann standi við sitt þetta árið eins og vanalega og ausi yfir mig dálítið af þúsundköllum svo að hægt verði að fegra kotið aðeins.
Ferðasagan er stutt. Við fengum sól hvern einasta dag. Fórum eiginlega ekki neitt að skoða nema jólahúsið, Vaglaskóg og Akureyri. Átum eins og svín, meðal annars urriða veiddan af Smára og Benna í Ljósavatni...ekki ónýtt það. Bústaðurinn var góður, Benni sagði að hann væri flottari en íbúðin okkar ha ha ha! Geðveikt að hafa örbylgjuofn og slátruðum við 8 örbylgjupopppokum léttilega! Potturinn stóð líka fyrir sínu. Ég varð nánast ástfangin af Akureyri og nágrenni. Þvílík dásemd!
Og ég er búin að panta að næsta ferðalag verði barnlaust...eins yndislegir og strákarnir mínir eru þá er kominn tími á kærustuparsferð og það fyrir löngu. Ég get svarið það að á því 13 og hálfa ári sem við Smári höfum verið saman höfum við aldrei farið tvö í ferðalag. Þá tel ég ekki með eina sumarbústaðarferð þegar ég var kasólétt af Benna. Hann var eiginlega með.
Skrifaði Regína klukkan 22:30 |
sunnudagur, júlí 08, 2007
Haldiði að ég hafi ekki barasta komist í tölvu og á netið hér fyrir norðan. Bjóst alls ekki við því, þá er nú nauðsynlegt að blogga aðeins. Semsagt bústaðurinn er frábært, veðrið gæti ekki verið betra. Allir í góðu stuði. Við erum bara að drepast úr hamingju og notalegheitum. Erum búin að fara til Akureyrar að versla í Bónus og smakka Brynjuís sem er bæðevei góður. Fyndið að á rúnti okkar um bæinn vildi svo til að Jóhannes himself stóð úti í garði einum og talaði í símann. Svo sáum við Sniglabandið sitja úti á kaffihúsi. Bara allir frægir haaaa? Akureyri er bara megasætur bær og minnir mig á danskan smábæ. Eigum eftir að tékka á sundlauginni, Nonnasafni og jólahúsinu. Það er eflaust eitthvað fleira hægt að gera. Við tökum bara lífinu með ró og njótum þess í botn.
Læt þetta nægja í bili.
Skrifaði Regína klukkan 17:07 |
fimmtudagur, júlí 05, 2007
Þá er það búið. Ég er frjáls. Af tillitssemi við hlutaðeigandi get ég ekki sagt strax hvað ég var að gera. En stóru fargi er af mér létt og nú er bara að horfa fram á veginn og gleðjast yfir því sem framtíðin ber í skauti sér. Meðal annars að við fjölskyldan ætlum að bruna norður í sólina á morgun í sumarbústað.
Bæjó í bili!
Skrifaði Regína klukkan 21:01 |
miðvikudagur, júlí 04, 2007
Jæja, úff og púff...í dag verður klippt á kvíðahnútinn. Einum degi fyrr en áætlað var. Ég er búin að vera í hálfgerðri hugleiðslu upp á síðkastið til að reyna að vinna á móti kvíðanum. Segi sjálfri mér að ég hafi ekkert að óttast og þurfi þess vegna ekki að kvíða neinu. Ég sé sigurvegarinn. Ég geti ekki stjórnað umhverfinu, bara mínum eigin viðbrögðum og gjörðum. Þetta verði allt í lagi. Ekkert breytir því að sólin skín, að ég elska börnin mín og manninn minn. Hvað sem gerist, breytist það ekki (nema það rigni ha ha ha). Ég verð frjáls og það er í mínum höndum. Það er nauðsynlegt að hafa smá kæruleysi í gangi, borgar sig ekki að taka lífið of alvarlega.
Æ, gott að ég skrifaði þetta. Ég ætla að lesa þetta nokkrum sinnum yfir í dag til hjálpar.
So whish me luck! I can do it!
Skrifaði Regína klukkan 10:13 |
þriðjudagur, júlí 03, 2007
Úpps! Við gleymdum að gera ráð fyrir fimmta fjöskyldumeðlimnum, kettinum Felix í sumarbústaðarferðinni okkar. Við erum sem sagt að fara snemma á föstudagsmorguninn á Illugastaði og ætlum að koma heim viku seinna, föstudaginn þrettánda (úúúú).
Datt í hug hvort ég þekkti ekki einhvern snilling sem getur passað kisa fyrir okkur á meðan???
Ha?
Skrifaði Regína klukkan 15:00 |
mánudagur, júlí 02, 2007
Mikið svakalega líður tíminn hægt núna. Ég vorkenni sjálfri mér voða mikið að vera lokuð inni á skrifstofu frá 9-5 í þessu góða veðri. Sit hér við tölvuna og horfi út á Esjuna og sé að sjórinn er spegilsléttur og svei mér þá ef það er ekki bara logn líka! Meira segja hér á Suðurlands-bratutinni. Þetta væri skárra ef eitthvað væri að gera. Ó well...ég reyni bara að búa mér til verkefni. Meðal annars að grafa upp kæruleysi sem móteitur við kvíðanum sem hrjáir mig þessa daganna. Ég losna þó líklegast við hann á fimmtudaginn. Fjúkkit, hvað það verður mikill léttir maður! Og svo verður bara brunað í sumarbústaðinn á föstudagsmorgun. Get ekki beðið!
Skrifaði Regína klukkan 13:46 |
sunnudagur, júlí 01, 2007
Jahérna. Ég get svarið það að ég er komin inn úr steikinni í garðinum mínum. Ég er í smá pásu frá sólinni, held ég sé bara að grillast. Það er pottþétt um 30 stiga hiti í garðinum núna. Ok nú lagar mig ekki að flytja neitt. Þetta er algjör paradís! Spurning um að skoða það fyrir alvöru að byggja við kofann og bæta í staðinn fyrir að flytja í stærra og missa þá garðinn. Það er náttúrulega algjör lúxus að hafa svona suðurgarð sem gengið er út í beint úr stofunni. Sé fyrir mér hvar heiti potturinn verður, kryddjurtagarðurinn, blómabeðið, kartöflurnar, gulræturnar, rabbarbarinn...endalausir möguleikar...ef ég vil.
Tíminn í sólbaðinu hefur farið í hálfgerða hugleiðslu. Ég tók mér stílabók og penna í hönd og skrifaði niður 5 markmið fyrir sjálfa mig. Svo skrifaði ég strategíu til að ná þessum markmiðum og tilganginn með þeim. Ég er ekki búin ennþá en finn að þetta léttir strax á mér. Ég tók ákvörðun í leiðinni sem er búin að velkjast um með mér lengi. Ég þurfti eiginlega að gera upp við mig hvort ég ætti að fylgja skynseminni eða fara eftir innsæinu í ákveðnu máli og það varð úr að ég valdi síðari kostinn. Ef þú lesandi góður ert forvitinn að vita hvaða mál þetta er, kemur það í ljós á næstu dögum, get ekki sagt strax hvað það er.
Jæja best að halda áfram að safna brúnku!
Skrifaði Regína klukkan 14:59 |