Það furðulega gerðist í morgun að allt í einu mundi ég hvað var svona sérstakt við 22. júlí en það hafði verið eitthvað að bögga mig svona undir niðri. Það var dagurinn sem Goggi litli bróðir dó fyrir 7 árum. Ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. Fram að þessu hefur þessi dagur aldrei farið fram hjá mér en núna var þetta semsagt svona. Þetta er sumsé bara lífið að halda áfram eða hvað?
Það er samt langt frá því að ég gleymi Gogga mínum...aldrei.
Blessuð sé minning hans.
þriðjudagur, júlí 24, 2007
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|