Haldiði að ég hafi ekki barasta komist í tölvu og á netið hér fyrir norðan. Bjóst alls ekki við því, þá er nú nauðsynlegt að blogga aðeins. Semsagt bústaðurinn er frábært, veðrið gæti ekki verið betra. Allir í góðu stuði. Við erum bara að drepast úr hamingju og notalegheitum. Erum búin að fara til Akureyrar að versla í Bónus og smakka Brynjuís sem er bæðevei góður. Fyndið að á rúnti okkar um bæinn vildi svo til að Jóhannes himself stóð úti í garði einum og talaði í símann. Svo sáum við Sniglabandið sitja úti á kaffihúsi. Bara allir frægir haaaa? Akureyri er bara megasætur bær og minnir mig á danskan smábæ. Eigum eftir að tékka á sundlauginni, Nonnasafni og jólahúsinu. Það er eflaust eitthvað fleira hægt að gera. Við tökum bara lífinu með ró og njótum þess í botn.
Læt þetta nægja í bili.
sunnudagur, júlí 08, 2007
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|