Mikið svakalega líður tíminn hægt núna. Ég vorkenni sjálfri mér voða mikið að vera lokuð inni á skrifstofu frá 9-5 í þessu góða veðri. Sit hér við tölvuna og horfi út á Esjuna og sé að sjórinn er spegilsléttur og svei mér þá ef það er ekki bara logn líka! Meira segja hér á Suðurlands-bratutinni. Þetta væri skárra ef eitthvað væri að gera. Ó well...ég reyni bara að búa mér til verkefni. Meðal annars að grafa upp kæruleysi sem móteitur við kvíðanum sem hrjáir mig þessa daganna. Ég losna þó líklegast við hann á fimmtudaginn. Fjúkkit, hvað það verður mikill léttir maður! Og svo verður bara brunað í sumarbústaðinn á föstudagsmorgun. Get ekki beðið!
|