miðvikudagur, júlí 04, 2007

Jæja, úff og púff...í dag verður klippt á kvíðahnútinn. Einum degi fyrr en áætlað var. Ég er búin að vera í hálfgerðri hugleiðslu upp á síðkastið til að reyna að vinna á móti kvíðanum. Segi sjálfri mér að ég hafi ekkert að óttast og þurfi þess vegna ekki að kvíða neinu. Ég sé sigurvegarinn. Ég geti ekki stjórnað umhverfinu, bara mínum eigin viðbrögðum og gjörðum. Þetta verði allt í lagi. Ekkert breytir því að sólin skín, að ég elska börnin mín og manninn minn. Hvað sem gerist, breytist það ekki (nema það rigni ha ha ha). Ég verð frjáls og það er í mínum höndum. Það er nauðsynlegt að hafa smá kæruleysi í gangi, borgar sig ekki að taka lífið of alvarlega.

Æ, gott að ég skrifaði þetta. Ég ætla að lesa þetta nokkrum sinnum yfir í dag til hjálpar.

So whish me luck! I can do it!