Jæja, bara vika síðan síðast. Það er nú bara því það er ekkert að frétta eiginlega. Ég er reyndar búin að hitta og fá í gistingu hálfsystur mína frá Noregi og á von á henni aftur á morgun. Svo ætlum við þrjú hálfsystkyni að hittast vonandi í næstu viku. Gaman að því.
Ég er annars bara búin að láta vikuna líða, vinnandi frá 9-5. Það er alveg ofurrólegt og lítið að gera í vinnunni. Það reynir sko á þolinmæði og útsjónarsemi að tapa sér ekki úr leiðindum þegar svona stendur á. Það er eiginlega ekki heldur ofan á ástandið bætandi að allir strákarnir mínir eru í fríi á meðan ég hangi á skrifstofunni. Ég var eiginlega bara dauðfegin að fá rigningu svo ég þyrfti ekki að missa af góðviðrinu.
Adíós amigós! Ég ætla að njóta helgarinnar með fjölskyldunni sem ég sakna allan daginn!
föstudagur, júlí 20, 2007
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|