sunnudagur, júlí 01, 2007

Jahérna. Ég get svarið það að ég er komin inn úr steikinni í garðinum mínum. Ég er í smá pásu frá sólinni, held ég sé bara að grillast. Það er pottþétt um 30 stiga hiti í garðinum núna. Ok nú lagar mig ekki að flytja neitt. Þetta er algjör paradís! Spurning um að skoða það fyrir alvöru að byggja við kofann og bæta í staðinn fyrir að flytja í stærra og missa þá garðinn. Það er náttúrulega algjör lúxus að hafa svona suðurgarð sem gengið er út í beint úr stofunni. Sé fyrir mér hvar heiti potturinn verður, kryddjurtagarðurinn, blómabeðið, kartöflurnar, gulræturnar, rabbarbarinn...endalausir möguleikar...ef ég vil.

Tíminn í sólbaðinu hefur farið í hálfgerða hugleiðslu. Ég tók mér stílabók og penna í hönd og skrifaði niður 5 markmið fyrir sjálfa mig. Svo skrifaði ég strategíu til að ná þessum markmiðum og tilganginn með þeim. Ég er ekki búin ennþá en finn að þetta léttir strax á mér. Ég tók ákvörðun í leiðinni sem er búin að velkjast um með mér lengi. Ég þurfti eiginlega að gera upp við mig hvort ég ætti að fylgja skynseminni eða fara eftir innsæinu í ákveðnu máli og það varð úr að ég valdi síðari kostinn. Ef þú lesandi góður ert forvitinn að vita hvaða mál þetta er, kemur það í ljós á næstu dögum, get ekki sagt strax hvað það er.

Jæja best að halda áfram að safna brúnku!