Æ ég nenni þessu ekki
föstudagur, desember 19, 2008
mánudagur, desember 08, 2008
sunnudagur, desember 07, 2008
föstudagur, nóvember 28, 2008
Dagurinn var erfiður í dag. Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir. Niðurskurður og aftur niðurskurður. Jafnvel meiri niðurskurður eftir þennan. Ég þakka fyrir að hafa vinnu og finn hrikalega til með þeim sem misstu vinnuna í dag. Núna er kreppan komin að hjartanu, fólk grætur og á erfitt...
Knús á alla sem eiga erfitt...
Skrifaði Regína klukkan 19:36 |
miðvikudagur, nóvember 05, 2008
þriðjudagur, nóvember 04, 2008
Já bla bla bla. ég er enn að meðtaka þetta ástand, enn að átta mig á því að þetta er ekki einhver draumur eða martröð kannski frekar. Annars er ég hamingjusöm sko...hef bara áhyggjur af framtíðinni, er brjálæðislega reið yfir þessu og er óendanlega hneyksluð á því að þetta gat farið svona illa. Iss við erum bara rétt farin á kíkja á topp ísjakans, það á margt ljótt eftir að komast upp á yfirborðið. Manni er skapi næst að flytja bara til útlanda og gefa skít í þetta. Sjáum til, það væri auðvitað hrikaleg synd og ekki til að bæta ástandið ef fólksflóttinn verður mikill. En þegar allt kemur til alls verður maður að hugsa um fjölskylduna sína og sjá börnunum sínum fyrir sómasamlegum lífsskilyrðum. Þó ég vilji kosningar alveg absalút, því að ég er á því að það eigi að reka óhæft fólk úr vinnunni sinni, þá þykist ég vita að ekkert skárra takið við. Svona er maður alveg búinn að missa gjörsamlega trúna á stjórnmálamönnum og ekki var hún mikil fyrir.
Skrifaði Regína klukkan 10:09 |
fimmtudagur, október 16, 2008
Allt í einu fékk ég svolítið kvíðakast út af þessu ástandi öllu. Hvað ef verðbólgan verður svo mikil að við náum bara ekki endum saman? Getum ekki selt íbúðina, höfum ekki nóg fyrir mat og öðrum nauðsynjum? Hvað ef ég missi vinnuna? Hvað ef við neyðumst til að flytja úr landi? Æ þetta er skelfilegt. Nú reynir virkilega á að maður taki einn dag í einu og njóti augnabliksins.
Eitt sem ég þoli ekki í þessu öllu er þegar ekki má tala um sökudólga. Jú auðvitað verðum við að einbeita okkur að því að leysa málin en það er sérsktakt fólk í vinnu til þess, ráðherrar og fræðingar. Almenningur og blaðamenn ættu ekkert að bíða með að rannsaka fortíðina og varpa ljósi á þá sem bera ábyrgð. Nú er komið nóg af því að menn á Íslandi komi sér alltaf undan ábyrgð og sleppi stikkfrí frá þeirra gjörðum. Það er óþolandi að horfa uppá stjórnmálamenn, bankamenn og viðskiptamenn benda hvor á annan og enginn vill axla ábyrgð á hruni Íslands. Maður veltir því fyrir sér hvort ástæðan fyrir því hversvegna ríkisstjórnin er svona treg að þiggja hjálp frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sé að hún hafi hugsanlega eitthvað að fela? Er hún að kaupa sér tíma svo hún geti komið einhverju óþægilegu undan? Við vitum öll að kolkrabbinn er sprellifandi og að hagsmunatengsl stjórnmálamanna og viðskiptalífsins eru svo sannarlega til staðar.
Ég er virkilega sár og reið yfir því að þetta gat yfirhöfuð gerst. Það má vel vera satt að lausaféskortur í Bandaríkjunum hafi hrint þessari kreppu af stað. Ég skil heldur ekki hvernig í ósköpunum það gat gerst. Hvað voru allir þessir pólitíkusar, hagfræðingar, viðskiptafræðingar og guðmávitahvaðfræðingar eiginlega að hugsa? Kunna þeir ekki að leggja saman tvo og tvo? Gat enginn þeirra séð það fyrir að ef endalaust er lánað ódýrt að þá verða peningarnir einhverntíman búnir? Eru menn virkilega svona blindir í trú sinni á þessa ósýnilegu hönd markaðarins að frekar láti þeir allt fara til andskotans heldur en að grípa inní? Hvurskonar eiginlega bull er þetta? Öllu frelsi fylgir ábyrgð segja þeir. Jú mikið rétt, en það er nú bara einu sinni þannig að það er til fullt af fólki og kannski er það í meirihluta sem ræður einfaldlega ekki við takmarkalaust frelsi. Það reynir að komast eins langt og það mögulega getur, og alltaf lengra og lengra því það er jú enginn sem stoppar það. Nákvæmlega eins og í barnauppeldi; þú veitir börnunum ekki frelsi fyrr en þau kunna að fara með það. Fullorðnir eru ekkert öðruvísi. Stjórnleysi leiðir ekkert gott af sér.
Nú þegar fall kapitalismans blasir við eru "þeir" samt ennþá að lofa hann og ætla ekki enn að sjá ljósið. Þeir kvika ekki frá því að rétt hafi verið að einkavæða bankana. Sorglegt. Þetta er ofsatrú og engu líkara en að um "cult" sé að ræða. Geir H. og félagar hefðu getað gert eitthvað fyrir lifandis löngu til að hindra að fall Íslands yrði svona hátt en gerðu ekkert, hlustuðu á engin viðvörunarorð, voru bara þægilega blindir í stólunum sínum og lugu að okkur almúganum og sögðu að allt væri í stakasta lagi. Frekar færi allt til andskotans en að ríkið grípi inn í markaðinn. Þykir þeim virkilega vænna um þessa nýfrjálshyggju sína en velferð okkar á Íslandi? Nú eiga þessir sömu menn að bjarga því sem bjargað verður og ekki má tala um ábyrgð eða finna sökudólga. Mér finnst bara ekkert of snemmt að skipta út þessari ríkisstjórn og leyfa fólki að taka við stjórn sem ekki skapaði þær aðstæður sem urðu til þess að setja landið okkar á hausinn.
Samt er ég ekkert hress með stjórnarandstöðuna heldur, sýnir það ekki veikleika hennar að hafa horft uppá allt þetta gerast og hafa ekki getað gert neitt annað en að kvabba? Þurfum við ekki bara einhverja flinka, óháða útlendinga sem kunna að stýra þessu stóra fyrirtæki sem Ísland er. Þá loksins yrðu kannski hagsmunapot og vina- og ættartengsl úr veginum svo hægt sé að stjórna fjármálum þessa lands af einhverju viti. Staðan er nú bara þannig að maður treystir engum hér lengur.
Skrifaði Regína klukkan 11:11 |
mánudagur, október 06, 2008
Jæja, ætli maður reyni ekki að æla einhverju út úr sér...
Yndilslegi litli ljóshærði strákurinn minn varð fjögurra ára í gær. Ekkert smá stoltur og ánægður með það og naut dagsins alveg í tætlur. Hann var alveg svoleiðis að rifna úr hamingju ennþá í morgun hoppandi og skoppandi í leikskólann. Mikið er dásamlegt að eiga börn og rosalega hlakka ég til að eignast mitt þriðja. Fyrir þá sem ekki vita er von á því í heiminn í apríl.
Hvað getur maður annað sagt....jú jú allt virðist á leið til andskotans en ég er hamingjusöm. Ég er fegin því að þessi kreppa kemur ekki eins illa við mig og hún virðist vera að leika aðra grátt. Ég ætla líka bara að einbeita mér að því að horfa á björtu hliðarnar og hafa trú á því að þetta lagist allt með tímanum sem ég veit að það gerir. Það er líka gott að hafa í huga að landið okkar er frábært, við eigum nóg af heitu og köldu vatni, ódýrt rafmagn, fisk í sjónum og frábært fólk. Sama hversu kreppan verður erfið eigum við alltaf eftir að geta hitað og lýst húsin okkar og haft nóg að borða. Við eigum flest öll fjölskyldu og vini í kringum okkur sem hjálpast að þegar erfiðleikar eru. Maður verður bara að taka einn dag í einu og vera bjartsýnn.
Skrifaði Regína klukkan 08:45 |
fimmtudagur, ágúst 21, 2008
Rændi þessu af öðru bloggi...þetta kom mér alveg til að hlæja
Þú veist að það er 2008 ef.....
1. Þú ferð í party og byrjar á því að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af þvíþeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook.
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.
10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu... Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!En, ef þú bíður of lengi,mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama svona lista ... En vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun
Skrifaði Regína klukkan 08:46 |
föstudagur, ágúst 08, 2008
Þá er lífið að fara að hefjast að nýju. Mér finnst haust alltaf góður árstími. Þá fer allt í gang, rútínan tekur við og markmið eru sett. Hjá mér er þetta síðasti virki dagurin í sumarfríi, ég byrja sem sagt að vinna á mánudaginn. Helgi Magnús er byrjaður í aðlögun á Jörfa og ég var að skrá mig á námskeið, ó mæ god! Benni byrjar svo í Réttó eftir nokkra daga, dísus og ætlar líka í bassatíma í vetur. Allt í gangi bara...
Annars er mig farið að langa í danskan lejeplads hitting. Veit um góðan róló...
Skrifaði Regína klukkan 12:11 |
þriðjudagur, ágúst 05, 2008
Við Helgi Magnús skruppum á Laugaveginn í dag. Það var svo sannarlega kominn tími til að rölta Laugaveginn, hrikalega sakna ég miðbæjarins, ég verð bara að láta drauminn rætast. Ég keypti mér loksins Duran Durag GREATEST, hlakka til að tjútta við það og taka lúftgítar og bassa. Helgi Magnús varð einu mótorhjóli og tveimur bílum ríkari. Mig langaði í fullt af skemmtilegum litlum hlutum í krúttlegum búðum en verðlagið þótti mér aðeins of hátt, ég keypti bara súkkulaði til viðbótar handa okkur hjónum og lét þetta gott heita.
Skrifaði Regína klukkan 18:36 |
sunnudagur, ágúst 03, 2008
Það er svo gaman að eiga þurrkara. Handklæðin eru eins og ný og nú get ég loksins hætt að hengja allan þvottinn á grind í stofunni.
Allt er gott að frétta, við njótum þess að vera enn í fríi og notum tímann til að vera saman, nema þegar Smári er að veiða (pirrrr). Já þetta hjónalíf er hreint ekki slæmt. Ég hlakka samt smá til að fara að vinna, soldið crazy ég veit en þá get ég bara byrjað að hlakka til jólafrísins. Okkur hjónakornunum langar svo mikið til að fara eina helgi til útlanda í vetur, prófa að vera á hóteli í dekri bara tvö ohhh draumur í dós. Það er aldeilis kominn tími á að prófa það eftir 14 ára samband. Nú þá er bara að byrja að spara, gangi okkur vel!
Skrifaði Regína klukkan 13:49 |
föstudagur, ágúst 01, 2008
fimmtudagur, júlí 31, 2008
föstudagur, júlí 18, 2008
miðvikudagur, júlí 16, 2008
Alveg er ótrúlegt hvað tiltektir, þrif og breytingar hafa góð áhrif á sálina, það er eins og hún hreinsist dálítið í leiðinni.
Fyndið, ég var að lesa bloggið mitt langt aftur í tímann og mér finnst ég alltaf vera að endurtaka mig. Það er eins og það sé alltaf eitthvað heilsuátak að hefjast hjá mér í, samviskubitið gerir alltaf reglulega vart við sig, fjölskyldan fer í ferðalög, drengirnir vaxa úr grasi bla bla bla...
En svo er auðvitað miklu meira sem gerist sem ég skrifa bara ekki um sem er alltof persónulegt. En það er gaman að hverfa aftur í tímann og lesa nokkurra ára gömul skrif, það rifjar upp fullt af skemmtilegum minningum. Ég mæli með því.
Skrifaði Regína klukkan 18:45 |
mánudagur, júlí 14, 2008
laugardagur, júlí 12, 2008
Jess...þá er ég loksins komin í löngu tímabært sumarfrí (og það er byrjað að rigna!). Helgi Magnús er hættur á leikskólanum sínum og byrjar á nýjum í ágúst. Smári er líka kominn í frí og við ætlum að gifta okkur hjá Sýslumanni á föstudaginn. Brunum svo í sumarbústað í Munaðarnesi og verðum í 2 nætur bara tvö og svo koma strákarnir og við verðum í allt tvær vikur í sveitinni. Tímamót, það er gott að hafa svoleiðis öðru hvoru í lífinu. Ég þoli ekki status quo, ég þarf að hafa breytingar reglulega. Svo kemur haustið með látum og breytingum líka...gaman gaman.
Hér koma svo nokkrar myndir frá síðustu helgi í Húsafelli með góðu fólki og fullt af börnum og frábæru veðri. Myndirnar eru reyndar í öfugri tímaröð en so what...
Skrifaði Regína klukkan 11:07 |
Ingibjörg hundakona á brennu.
Smári að brenna og Benni að verða að súkkulaði.
Alien eða motorhead?
Gaaaman saman á dýnu í sólinni.
Skrifaði Regína klukkan 11:05 |
Skrifaði Regína klukkan 11:00 |
Fóstbræður með lokuð augun.
ROJ sæti prakkari og Molinn.
SS pulsa nammmi...
Pabbinn með börnin á tryllitækinu.
Skrifaði Regína klukkan 10:54 |
Skrifaði Regína klukkan 10:47 |
laugardagur, júní 28, 2008
Kúnstin að njóta lífsins...er að rifja hana upp og stefni að því að verða snillingur í henni.Tek einn dag í einu.
Skrifaði Regína klukkan 13:34 |
mánudagur, júní 23, 2008
Í gær fékk ég þær sorgarfréttir að kona væri dáin. Kona sem ég þekkti vel þegar ég var lítil. Alltaf læðist hann að manni öðru hvoru þessi óskiljanlegi dauði. Alltaf of snemma. Þessi kona átti heimili sem ég bjó á með mömmu þegar ég fæddist og á meðan ég var smábarn. Ég var svo heimagangur hjá henni í mörg ár. Sonur hennar var mér sem bróðir. Mér þykir svo vænt um þessa fjölskyldu og langaði alltaf að treysta aftur böndin sem voru svo sterk en tóku að rofna um unglingsaldur. Var alltaf á leiðinni. Núna síðast þegar ég labbaði fram hjá húsinu hennar á göngu um bæinn á 17. júní með fjölskyldunni. Hvenær ætla ég að læra að fresta ekki hlutum. Einn daginn er það bara of seint, eins og núna.
Elsku Brynja mín, ég sakna þín og vildi að ég hefði staðið mig betur. Þú varst mikilvægur hluti af lífi mínu og ég mun aldrei gleyma þér, hve falleg og góð manneskja þú varst.
Skrifaði Regína klukkan 23:54 |
föstudagur, maí 30, 2008
Ég er alveg viðbjóðslega þreytt en samt svo tjúnuð eitthvað...jarðskjálfti hefur furðuleg áhrif...
-það losnaði meira að segja aðeins um bloggstífluna!
Skrifaði Regína klukkan 19:03 |
miðvikudagur, apríl 30, 2008
Hei ég ég ætti kannski bara að fara að fara að halda partý bráðum...hmmm...
Skrifaði Regína klukkan 21:53 |
Jeminn hvað þetta er orðið slappt eitthvað hér! Ég ákvað að pína mig í að blogga eitthvað þó ég haldi að ég hafi ekkert að segja.
Lífið er bara Rúv eins og ég hef sagt áður. Það er svo mikið Rúv að annað er orðið útundan og þá aðallega ég sjálf. Þessi vetur er búinn að vera mjög erfiður en líka mjög lærdómsríkur. Ég held að ég sé að græða á þessu öllu saman þegar upp er staðið. Annars væri nú varla tilgangur með öllu þessu streði. Ég er líka ótrúlega þakklát og ánægð með að fá svona tækifæri og ég ætla mér að nýta það.
Ég hlakka til sumarsins og veit að það verður gott. Ég vona að ég fari nú að hitta vini mína meira í sumar en í vetur. Eða bara héðan í frá...
Skrifaði Regína klukkan 21:40 |
föstudagur, apríl 11, 2008
Aha einmitt.
Ég veit ekki hversu mikið þetta byggir á því sem maður vill vera eða er í raun og veru, hmmm?
Skrifaði Regína klukkan 08:26 |
miðvikudagur, apríl 02, 2008
Ohh hvað það er notalegt að mæta fyrst í vinnuna. Sit hér ein í ró og næði og leyfi deginum hægt og rólega að koma til mín.
Jamm, það stendur til að fara til Hafnar í sumarfríinu. Nú er það komið á hreint að við verðum í fríi frá 11. júlí til og með 10. ágúst.....snilld!
Endilega hafið augu og eyru opin fyrir okkur varðandi íbúð. Við viljum helst skipta að sjálfsögðu en útilokum alls ekki að leigja. Vá hvað ég hlakka til. Ég þori samt ekki að segja Benna fyrr en þetta er alveg 100% pottþétt, helst þegar við erum búin að kaupa flugmiðana. Já við látum sko engar gengishækkanir stoppa okkur!
Annars er bara allt í fínu hjá okkur. Vor í lofti og bara bjart framundan. Ég er í afneitun og bara vil ekki trúa öllu þessu svartsýnistali í efnahagsmálum usss...við höfum það bara gott. Reyndar sé ég ekki fram á að við séum að fara að kaupa stærra þetta árið að óbreyttu. Sjáum til, sjáum til.
En mig langar í hitting...nú fer bráðum að verða legeplads veður vona ég...
Skrifaði Regína klukkan 08:15 |
miðvikudagur, mars 26, 2008
Vill einhver í Köben skipta við okkur um íbúð í sumar?
Við erum að tala um 2-3 vikur einhverntíman á tímabilinu 7. júlí til 18. ágúst.
Skrifaði Regína klukkan 12:39 |
fimmtudagur, mars 20, 2008
Djös maður! Ég er ennþá lasin og litli grís sýnist mér að verða það líka. Ég sem var komin í partýstuð. Á ég að trúa því að páskarnir séu að fara í veikindi? Ég ætla að prófa að síkreta heilbrigðið til mín.
Skrifaði Regína klukkan 19:01 |
miðvikudagur, mars 19, 2008
Ken Lee - Bulgarian Idol (WITH ENGLISH TRANSLATION)
Hrikalega fyndið!
Skrifaði Regína klukkan 13:29 |
mánudagur, mars 17, 2008
Í dag langar mig í allt sem er ekki hægt:
- að vera ekki veik
- að flytja
- að fara með í Berlínarstelpuferðina sem er liðin
- að fara til útlanda um páskana
- að vera í hreinni íbúð
Já, svona getur þetta verið stundum. En er ekki best að hugsa bara jákvætt og hugsa sér bara að þetta sé einmitt það sem ég er að fara að gera og þá kannski bara rætist það? hmmmm....
Ég er viss um að Pollýanna er sammála þessu.
Ji hvað mig er farið að langa í gott partý...
Skrifaði Regína klukkan 12:55 |
mánudagur, mars 03, 2008
Dóra mín, hvað segirðu, ertu bara búin að loka síðunni? Ég sakna þín.
Skrifaði Regína klukkan 20:45 |
sunnudagur, mars 02, 2008
Svefn, mataræði og hreyfing...engar yfirlýsingar, bara forgangsatriði.
Skrifaði Regína klukkan 22:52 |
fimmtudagur, febrúar 28, 2008
Jæja, ætli það sé ekki best að sýna smá lífsmark. Það er bara ekkert að frétta held ég. Líf mitt gengur algjörlega út á vinnuna og fjölskyldan fær smá skammt. Nú þarf ég að taka mig á og fara að tala við fólk...vonandi vill einhver tala við mig hí hí hí.
Skrifaði Regína klukkan 17:43 |
föstudagur, janúar 25, 2008
sunnudagur, janúar 20, 2008
Pönnsur, lambalæri, landsleikur og fjórir strákar...gæti ekki verið betra!
Skrifaði Regína klukkan 17:08 |
laugardagur, janúar 19, 2008
Hvernig fer maður að því að kúppla sig út úr vinnunni þegar maður er í fríi?
Skrifaði Regína klukkan 15:01 |
föstudagur, janúar 04, 2008
Blogggírinn er bara alveg í fyrsta...það er varla að bíllinn sé í gangi. Mér finnst ég bara ekki hafa frá neinu skemmtilegu að segja, ekki nenni ég að bauna út eintómum leiðindum. Að minnsta kosti hef ég takmarkaðann áhuga á að lesa svoleiðis.
Jólin og áramótin voru bara hin ánægjulegustu en ég verð að segja að ég er dauðfegin að þetta er búið. Við erum búin að henda út jólatrénu og byrjuð að taka skreytingarnar niður. Mér fannst það alltaf eitthvað svo tómlegt og hálfsorglegt áðurfyrr en núna er ég bara ánægð með að losna við jóladótið. Það besta við jólin eru börnin. Það var alveg yndislegt að upplifa jólin í gegnum Helga Magnús. Hann lék á alls oddi og fékk margar góðar gjafir sem hann leikur sér mikið með. Hann er þvílíkt búinn að taka framförum í málþroska og bara stoppar ekki....ohh það er svo gaman.
Ég er farin að vinna á fullu og það er aðeins erfiðara en ég hélt. Ég hélt að ég væri alveg orðin fullfrísk en er það ekki. Stressið er að drepa mig og álagið er mikið. Nú er ég semsagt komin í ólgusjó og þarf á björgun að halda. Þá er bara að kalla á hjálp og bíta á jaxlinn. Ég sem hef verið svo dugleg að vera jákvæð og bjartsýn er að missa móðinn í þeirri deild. Ég þarf að hugsa vel um heilsuna ef þetta á að ganga upp. Ofan á allt saman er ég byrjuð aftur að reykja. Ekki mikið, en nóg. Æ, ég sem ætlaði ekki að vera leiðinleg. En svona líður mér bara.
Skrifaði Regína klukkan 23:01 |