föstudagur, maí 07, 2004

ahhh....Þetta var ljúf nótt. Svaf eins og grjót, ólíkt síðustu tveimur þegar stressið var að gera út af við mig. Mig dreymdi ekkert nema blaðsíðu eftir blaðsíðu af verkefninu. Því var svo skilað nákvæmlega á þeirri sekúndu sem skilafresturinn rann út. Þvílíkur léttir! Þá er bara munnlega prófið úr því þann 19. maí. Eða það er ekkert bara...en andsk...ég nenni ekki að vera að stressa mig á því. Það fer bara eins og það fer. Ég er að reyna að hætta þessari fullkomnunaráráttu og einbeita mér bara að því að ná, meira er ekki hægt að þessu sinni.

Það er Store bededag í dag og ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir. Kannski maður eigi að biðja bænirnar sínar ekstra oft eða eitthvað. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því enda bið ég aldrei bænir. Skiftir engu máli, fínt að fá frídag. Hann fer sko í tiltekt með gluggaþvotti og öllu tilheyrandi. Líka eins gott að nota tækifærið á meðan sólin skín ekki.