Það var mikið!
Jæja. Með þreytu í fótum og við sætan angan ilmkertis sit ég við tölvuna í þögn og skrifa. Nokkuð ánægð með afrakstur dagsins. Ég er nefninlega búin að vera í tvö ár á leiðinni í IKEA og ég dreif mig semsagt loksins í dag. Ég elska alveg að fara í IKEA, sérstaklega þegar ég á smá aur. Þó voru engin stórkaup gerð, engar mublur keyptar, meira svona smáhlutir sem vantaði. Kannski það merkilegasta hafi verið gardínur. Þær fá að leysa lökin af sem eru búin að hanga fyrir gluggunum hjá mér í tæpa þrjá mánuði. Jú, svo fékk ég líka ilmkerti en þau hef ég hvergi fundið hingað til. Þarf að kaupa lager af þeim í næstu ferð. Ég er sko búin að ákveða að fara strax aftur eftir mánaðarmótin að kaupa hillur.
Annars langar mig frekar í gömul húsgögn en ný frá IKEA. Mér líður betur innan um hluti með sál. Maður þarf að fara að þræða loppemarkaðina og prútta.
þriðjudagur, maí 25, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|