fimmtudagur, maí 20, 2004

Halló allir!

Ókei, ég er snillingur. Ég gerði þetta allt sjálf. Blár er uppáhaldsliturinn minn, svo að auvitað var hann valinn í nýja lúkkið. Ég á þó eftir að betrumbæta þetta aðeins, mér finnst asnalegt að letrið sé svona stórt á kommentunum og hlekkjunum...en þetta verður látið duga í bili. Ég ákvað að láta vera að klína einhverri mynd af mér og profile, það er miklu svalara að vera huldukona fyrir þá sem ekki þekkja mig. Ef einhver veit hvernig á að laga letrið eru leiðbeiningar vel þegnar.

Takk, danke, merci, gracías, tak...man ekki meira. Bæ.