sunnudagur, maí 09, 2004

Æ æ ó ó, aumingja ég! Það er þvílík sól og blíða úti og ég er lasin og ég má ekki fara út að leika...öhöhö! Það getur samt vel verið að ég fari bara samt út, ég er þrátt fyrir allt ekki með hita held ég...bara ógeðslega kefdrullu og nettan hausverk. Er ekki vítamín í sólinni?
Jafn ömurlegt og það er að vera veikur varð ég samt mjög glöð þegar ég sá smettið á Donald Rumsfeld í yfirheyrslunni, he he he, sjálfsánægjuglottið farið og aulasvipur kominn í staðinn. Hann hefur aldeilis þurft að æfa sig stíft fyrir framan spegilinn til að ná glottinu af. Hvað er eiginlega að almenningi í Bandaríkjunum, 69% segja að hann eigi ekki að segja af sér? Æji, ætli það sé nokkuð að marka þesar skoðanakannanir annars?
Úff, hvað ég er fegin að vera ekki Kani, það hlýtur að vera bögg. Ég stóð mig að því um daginn að vera að blóta einum slíkum í laumi, fyrir það eitt að tala amerísku. Þannig var að ég var stödd í þvottahúsi kollegísins, mænding mæ ón bissniss og heyrði svona ekta háværa amerísku ca. 3 metra frá mér. Um mig fór hrollur og einhverjar ojj bara hugsanir. Þær voru nú reyndar ekki lengi í hausnum, því ég áttaði mig á því að þetta var bara saklaust stúlkugrey að tala sitt eigið móðurmál. En svona er þetta, því miður. Maður má ekki vera of fordómafullur, ég er viss um að mörg Kanagreyjin eigi við einhverskonar tilvistarkreppu að stríða þessa dagana. Maður á ekki að setja alla undir sama hatt, nema Dani, þeir eru allir leiðinlegir. Nei, nei, það er auðvitað til einn og einn sem er í lagi.