miðvikudagur, maí 26, 2004

Slysabrunch

Ég má til með að deila þessu með ykkur. Þetta byrjaði allt saman á því að ég varð að bjarga brokkolíi úr ísskápnum frá eyðileggingu og ákvað að hann skyldi étinn í skyndi. Nú, sem ég var að taka hann úr ískápnum, sá ég að ég átti þessar fínu kartöflur líka. Þessar litlu sem eru svo góðar með hýðinu. Ákvað að sporðrenna þeim líka. Brokkolíið gufusauð ég svo en kartöflurnar sauð ég upp á gamla mátann. Nú með þessum herlegheitum vildi svo til að ég átti þessa fínu jógúrtsósu frá kvöldinu áður:

180 g jógúrt
2 hvítlauksrif
1 tsk salt
1/2 tsk svartur pipar eða piparblanda
safi úr ca. einni sítrónu

Það var ekki að spyrja að því, þetta var bara geðveikt gott. Ég svindlaði reyndar aðeins í hollustunni og bætti í jógúrtsósuna smá sýrðum rjóma. Fyrir þá sem hafa hugsað sér að prófa þá finnst mér líka frekar mikilvægt að salta og pipra brokkolíið og kartöflurnar aðeins.

Eitt hint að lokum. Það þarf ekkert að eiga einhverjar gufusoðningagræjur, maður notar bara sigti og pott með loki. Setur lítið vatn í pottinn, a.m.k. má það ekki ná upp í sigtið. Lætur suðuna koma upp og skellir svo brokkolíinu í sigtið og wúalla, tilbúið eftir fáeinar mínútur...namm.