Samtal við Herr Direktör
Æji ég veit ekkert hvort mig langi lengur til að reyna að fá að vinna lokaverkefnið fyrir Guldfoss A/S. Ég meilaði til þeirra og bað um upplýsingar sem ég hugðist svo nota til verkefnisins. Var ekki fyrr búin að ýta á send, þegar direktørinn hringdi bara í mig! Ég var algjör taugahrúga, held reyndar að ég hafi náð að spila mig frekar kúl. Hann byrjaði á því að segja mér að þetta væru nú upplýsingar sem mættu ekki bara fara út um allan bæ, þeir væru ekki að vinna 20 tíma á sólarhring til þess að þetta læki síðan bara til samkeppnisaðilanna. Ég sagði bara, ja ja det kan jeg godt forstå, eins og asni, í stað þess að láta hann vita að ég væri hvorki allur bærinn né samkeppnisaðili. Þetta er svo rosalega leynilegt sko, alveg hernaðarleyndarmál. Það sem ég bað um voru sölutölur, verðlisti, ársskýrsla og markaðsrannsóknir. Hann sagði að almennt lægju þessar upplýsingar á lausu í Danmörku, sem er alveg satt, en að Íslendingarnir vildu halda þessu leyndu. Æji, eitthvað finnst mér erfitt að trúa því. Ég held að hann hafi bara hreinlega ekki nennt að skaffa mér þetta, alveg eins og búast má við af Bauna.
Samtalið hélt áfram, hann fór að spyrja mig hvað ég vonaðist til að fá út úr þessu verkefni og þá átti ég auðvitað að svara að ég vonaðist til að fá að skrifa fyrir þá lokaverkefni og/eða fá vinnu hjá þeim. En ég sagði bara að ég væri fyrst og fremst að hugsa um að ná prófinu, hehehehe...gott hjá mér. Svo var hann eitthvað að tala um að þeir væru nýbúnir að vera með auglýsingaherferð í búðunum og var að væla um hvað það hefði verið dýrt og að fólkið sem stóð í básunum að gefa smakkprufur hefði ekki getað svarað spurningum um Ísland og íslenskt lambakjöt. Já skemmtilegt, sagði ég, í verkefninu mínu læt ég Íslendinga standa fyrir kynningunni einmitt til að geta svarað spurningum. Það væru nefninlega mjög margir Íslendingar í Danmörku. Þá fór hann að biðja mig um einhverjar tölur og ég sagði að sem dæmi væru um 100 bara á kollegíinu sem ég byggi á. Það eru nú fandme margir, sagði hann alveg hissa, en ekki eins hissa og ég að hann vissi ekki um fjölda Íslendinga í Danmörku.
Skipti þá engum togum að hann spurði hvort það væri til e-mail adressulisti yfir þessa Íslendinga á kollegíinu og ég hvað svo ekki vera en það væru minnistöflur á víð og dreif þar sem koma mætti skilaboðum á framfæri. Endaði hann svo símtalið á því að plata mig til að setja upp fyrir sig á blað þetta sem stendur á heimasíðu þeirra um konkurrance. Semsagt vill koma sér í kontakt við Íslendingana svo hann geti stolið minni hugmynd!!!
OOhhhh...ég veit, þetta er þvílík langloka en ég verð bara að pústa smá. Mér finnst þetta alger tækifærismennska og ómerkilegheit. Kannski er ég bara ekki nógu hörð og tækifærissinnuð til að finnast þetta bara í lagi? Að minnsta kosti er hægt að segja að direktørinn hafi fengið meira út úr þessu en ég. Gat ekki einu sinni látið mig hafa príslista....kommon!
Ég ætti kannski að gerast bara tækifærissinni líka og hugsa sem svo.....tja, þetta snýst ekki um æfistarf heldur 3 mánaða verkefni og halda kontaktinum við gæjann og smjaðra bara?
laugardagur, maí 01, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|