Blogg um blogg frá...
Jæja, eins og minn fjölmenni lesendahópur hefur komið auga á, hef ég breytt útliti síðunnar allnokkuð. Var það fyrst og fremst gert af uppgjöf, mér tókst nebbla alls ekki að koma inn linkum á hina síðuna. Þeir fjærsýnu í mínum lesendahópi geta þó glaðst ægilega og sleppa jafnvel við að setja upp gleraugun við lesturinn. Fyrir minn smekk finnst mér þetta fullstórt, sjáum hvað setur, það er aldrei að vita að maður bara venjist þessu. Jafnvel að það leynist einhver trikk til að minnka letrið, hver veit? Maður er bara rétt að byrja. Ég ætla a.m.k. ekki að eyða meiri tíma í að hræra í templeitinu í dag. Ég á örugglega eftir að bæta inn fleiri linkum þegar á líður, þetta voru svona þeir helstu sem mér datt í hug í bili.
sunnudagur, apríl 25, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|