fimmtudagur, apríl 29, 2004

Lokakafli framhaldssögunnar o.fl.

Jess....það gekk! Fékk frest á verkefninu. Þannig að næsta vika fer í að plana auglýsingaherferð fyrir íslenskt lambakjöt í á stórkaupmannahafnarsvæðinu. Hver veit nema þetta leiði til frekari verkefnavinnu fyrir Guldfoss A/S? Jafnvel lokaverkefnis, hmmmm...? Spennandi og skemmtilegt.

Hef annars komist að því að bloggsíður eru tímaþjófar. Þær gefa samt meira af sér en aðrir slíkir, til dæmis sjónvarpsgláp.

Fávitinn ég er búin að fatta hversvegna ekkert bólaði á Tvíhöfða um daginn. Þeir byrja klukkan 7 en ekki 6, á ísl. tíma, eins og ég hélt. Sýnir bara hvað ég er vön að rísa snemma úr rekkju.

Já, og Bandaríkjamenn! Haldiði bara áfram að saka aðrar þjóðir um mannréttindabrot á meðan þið komið fram við alla með virðingu eins og írakska stríðsfanga og Guantanamo fanga svo dæmi séu tekin. Ég hef líka tekið eftir því að heimurinn er mun friðsamari eftir að þið réðust inn í Írak. Alveg eins og Hr. Runni lofaði. God bless America!