fimmtudagur, apríl 15, 2004

L-pillan
Ég vildi óska að það væri til læripilla. Í hvert skipti sem ég nennti ekki að læra, sem er reyndar á hverjum degi, tæki ég bara taka inn L-pilluna og wúalla, alveg í stuði til að læra! Þær væru að sjálfsögðu ókeypis. Skólarnir gætu til dæmis séð til þess að maður fengi svoleiðis. Þetta væri hreinlega bara í fjárlögunum, menntamálaráðuneytið sæi um dreyfinguna. Það væri náttúrulega beinn hagur skólanna að nemendurnir væru alltaf í lærustuði. Vá, hvað heimurinn yrði miklu gáfaðri, kannski það gáfaður að aldrei yrðu aftur stríð! Auðvitað mættu engar aukaverkanir vera og maður yrði ekkert háður þeim. Þær kæmu bara til gagns þegar mann vantaði smá læruhvatningu. Kannski verkefni handa Kára?

-segi svona...