Söngur og frænka
Fór á Norðurbryggju til að hlusta á frænku og spúsa hennar syngja í fallegasta kór í heimi. Hann er svo ótrúlega samstilltur og hreinn, algerlega fullkominn finnst mér. Kom mér á óvart hversu góður hljómburður var þarna, var reyndar skoða þetta hús í fyrsta skipti. Þetta var algerlega gæsahúðar- og tár í augun dæmi. Það er líka svo uppfrískandi að heyra þjóðleg íslensk lög sungin af algerri snilld. Ég er meira að segja svo heppin að fá að heyra aftur í þeim á morgun þar sem þau ætla að syngja í St. Pouls kirkju hér í kóngsins köbenhavn. Hjúkk...því ég missti af nokkrum lögum hjá þeim í dag.
Var annars að velta því fyrir mér hvort ekki hefði mátt gera betur í að vekja athygli Íslendinga í DK á þessu. Mætingin var ekki upp á marga fiska. Það er alls ekki erfitt að hafa uppá stórum hópi Íslendinga, t.d. þeim sem búa hér á kollegíinu og öllum hinum kollegíunum. Það þarf ekki að kosta mikið að útbúa plaköt eða "flæera" og dreifa. Allavega er ég alveg til í svoleiðis sjálfboðavinnu. Hmm....kannski verkefni fyrir markaðsfræðina?
laugardagur, apríl 24, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|