Gleðilegan pásk!
Jæja, sjáum til hversu gleðilegur þessi dagur verður. Ég er hér ein í koti með syninum, ljósinu mínu. Hann hefur það kósí uppí rúmi með páskaegg sér við hlið og skiptist á að horfa á teiknimyndir og spila í geimbojinum sínum. Kallinn farinn að vinna ólaunaða vinnu sér til skemmtunar. Hann er línumaður á Parken, eða réttara sagt snúrumaður. Starfið fellst í því að éta klukkan tvö (eins gott að það sé eitthvað almennilegt þegar verið er að draga fjölskyldumenn á hátíðardegi frá fjölskyldunni sinni), elta síðan kvikmyndatökunemann haldandi á snúrunni svo hann flækist ekki í henni og detti eins og fífl og myndin á risaskjánum verði ekki bara ský. Kúl að fá frítt á völlin annars, verður örugglega góð mæting í dag á frídegi. Völlurinn tekur víst um 50.000 manns, þokkaleg stemmning það!
En auminginn ég sit hér ein í koti, fékk ekkert íslenskt páskaegg að þessu sinni....púúhúúú. Það liggur við að ég hlakki (fyndið orð:hlakki) til að fara í skólann á þriðjudaginn. Best að fara að þvo....eða kannski ekki alveg strax...
sunnudagur, apríl 11, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|