Kona eða...?
Well, well. Eftir frekar slappa byrjun á deginum, sem sagt sofið allt of lengi, dreif ég mig loksins í skólann. Ég þurfti auðvitað fyrst að dúllast í sturtu, borða tykmælk með múslí og klára að hlusta á Tvíhöfðann minn, fyrst svona langt var liðið á daginn. Mig var að dreyma svo þægilegan draum að ég gat bara alls ekki vaknað eins og ég ætlaði að gera kl. 9. Í stuttu máli gerðist draumurinn að mestu leyti í skipi þar sem lestar stoppuðu, afi var nebbla þarna í aðalhlutverki, töluvert yngri en í raunveruleikanum og var að fíflast með okkur barnabörnunum. Mig langaði ekkert að draumurinn endaði. En fór sem sagt á fætur seint og síðarmeir og var alveg að guggna á því að fara í skólann, klukkan væri hvort eð er orðin svo margt. "Auli", hugsaði ég svo, "ertu maður eða mús"? Það gengur nebbla ekki að draga hlutina svona á eftir sér endalaust. Ég er búin að vera með grjót í maganum út af lélegri mætingu í skólanum og komin eftir á með allt. Þarf til dæmis að væla í einum kennaranum til að fá séns á að lengja skilatíma á prófverkefni sem á að skila á föstudaginn. Því miður var sá kennari ekki við, þannig að það bíður morgundagsins. Ég hitti aftur á móti enskukennarann minn sem er eiginlega algert bich en hún var svo bara voða næs þegar ég útskýrði málið fyrir henni. Ég er reyndar með ágætis afsökun fyrir frammistöðuslappleikanum þrátt fyrir allt.
Ég er búin að vera að velta fyrir mér einhverju í staðin fyrir "ertu maður eða mús"? sem ætti betur við konur. Þó að við konur séum auðvitað menn líka sko, finnst mér samt flottara að geta sagt "ertu kona eða....?". Það fyrsta sem mér datt í hug var "ertu kona eða kýr?", svo fannst mér það ekki passa því kýr eru talsvert stórar og öflugar skepnur, auk þess mjög duglegar. Það verður eiginlega að vera orð sem byrjar á "kái" og lýsir litlu dýri, ekki samt kaunguló. Svo finnst mér doldið flott "ertu kona eða krús?", bara af því það rímar við mús en það gengur eiginlega ekki merkingarlega séð. Þetta hlýtur að detta inn einn daginn.
Var að skoða bloggið mitt í skólanum og þá var ekki svona stórt letur....skrýtið, þá er tölvan mín eitthvað duló.
mánudagur, apríl 26, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|