Miðvikudagur til máttar
Undur og stórmerki gerast enn. Jebb, þetta er satt...þegar þetta er ritað er klukkan 07:56 og ég komin á fætur! Bíð bara eftir þýðum röddum míns elskulega Tvíhöfða sem ég myndi elska enn meira ef þeir spiluðu skemmtilegri tónlist, þeir nenna greinilega ekki að velja lögin sjálfir. Ég er sannarlega kona en ekki kálhaus. Ég er aðeins að fá mér kaffi og pára pínu áður en ég held út í æfintýri dagsins. Hljómar spennandi, er það líka smá. Ég á nebbla að fara á fund með einum kennaranum mínum í hádeginu. Hún ætlar að hjálpa mér, þessi elska, að reyna að bjarga málunum í sambandi við þetta blessaða prófverkefni sem á að skila á föstudag. Það er víst uddannelsesleder sem tekur ákvörðun um undantekningu á skilafresti, þannig að ég býst við að þurfa að tala við hann líka. Ég er frekar vongóð um að þetta fari vel, ef ekki þá bara fuck them! Hei hvar er Tvíhöfði, klukkan orðin 08:05 og ekki heyrist píp!
Bæ ðe vei...eftir langar vangaveltur ákvað ég að verkefnið skyldi fjalla um markaðssetningu íslensks lambakjöts í DK. Mér finnst sko ekki veita af að gera betur í því. Danir vita varla að það er til, hvað þá hvað það er ógeðslega gott....og hollt maður!
Kannski að ég rapporteri seinna í dag eða í kvöld hvernig fór á fundinum...
miðvikudagur, apríl 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|