föstudagur, apríl 09, 2004

Sól
Loksins loksins...sól og næstum því stuttermabolsveður. Ég ætla út í garð að lesa og borða jarðarber. Ekki veitir af að kíkja aðeins í námsbækurnar, nú fara prófin að nálgast. Kannski að maður fái smá lit á smettið í leiðinni. Best að draga soninn með mér út...úff, hægara sagt en gert.