Þetta er rosalegt!
Það er varla að maður þori að kaupa í matinn lengur. Það er alltaf í fréttum að maturinn hér í DK sé mengaður af allskonar ógeði og hvað svo með það sem nær ekki í fréttirnar? Dæmi: lax sem ekki mátti selja á Ítalíu þótti sko alveg boðlegur Dönum þó hann innihaldi listerian, salmonellusýktur kjúklingur sem Svíar sættu sig ekki við sömuleiðis (var reyndar ákveðið í dag að stoppa það af skv. DR), í vetur voru sýndar ógeðslegar vídeóupptökur af illa þrifnum svínabúum um gjörvallt DK, eggin eru kamfílóbakter- og salmónellusýkt og í økológískri mjólk fundust einhverjir gerlar sem ollu magakveisum. Þetta er víst allt helv. peningunum að kenna, svona fer þegar samkeppnin gengur út á lægsta verðið en ekki gæðin. Þið þarna á klakanum vitið bara ekki hvað þið eruð heppin að búa í þessu sterilíseraða landi. Frekar er ég til í að borga aðeins meira fyrir matinn og vera örugg með að verða ekki veik eða bara drepast af því að borða hann en að kaupa ódýran og eitraðan mat. En ég sagði líka aðeins meira, ekki miklu meira eins og það er heima á Íslandi.
þriðjudagur, apríl 27, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|