Óhugnaður í hverfinu.
Morð var framið í næstu götu á laugardagsnótt. Þrír ungir strákar börðu 32 ára gamlan mann til dauða. Þeir voru allir gestir á knæpu nokkurri og þegar átti að loka henni neituðu hinir ungu að yfirgefa staðinn. Hinn 32 ára gamli gestur blandaði sér í málið og hjálpaði barþjóninum að koma þeim út. Stuttu seinna snéru hinir þrír til baka til að eiga orð við gestinn 32 ára. Fóru þau samskipti þannig að þeir börðu hann til óbóta og fannst hann meðvitundarlaus með blæðandi höfuðsár. Hann lést nokkrum klukkustundum seinna. Hann lætur eftir sig tvö ung börn og eiginkonu. Tveir árásarmannanna, 17 og 18 ára, hafa gefið sig fram við lögreglu en sá þriðji er eftirlýstur.
Þetta er ótrúlega óhugnalegt, sonurinn gengur þarna framhjá á hverjum degi á leið heim úr fritidshjem. Ég hef áræðanlega mætt fórnarlambinu og/eða morðingjunum einhverntíma á förnum vegi.
sunnudagur, apríl 11, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|