mánudagur, apríl 12, 2004

Paradoks
Hér í DK eru útlendingalögin orðin það ströng að Danir þurfa að flytja til annarra landa til að mega búa með sínum útlenska ægtefælle. En svo eru allir að pissa á sig út af þessari (bloody) Mary sem Friðrik krónprins, eins og ALLIR vita, er að fara að giftast þann 14.maí. Hún er ástralskur ríkisborgari og fær nokkrar danskar millur, takk fyrir, frá danska ríkinu fyrir að búa hér og giftast Frikka. Kannski eins gott að hún fái smá pening í staðinn fyrir að þurfa að skipta á áströlskum ríkisborgararétti í danskan OG nótabene skrifa undir plagg þar sem hún afsalar sér forræði yfir tilvonandi börnum þeirra!!! Væntanlega til að tryggja að hið bláa blóð haldist örugglega innan hallarveggjanna. Ég gæti ælt. Undarlegt, eins miklir útlendingahatarar og rasistar sem Danir eru, dýrka þeir samt konungsfjölskylduna eins og maður dýrkaði Duran Duran í gelgjunni. Konungsfjölskyldan er ekkert nema samansafn af útlendingum! Man ekki alveg hvernig þetta var með sjálfa hennar hátign Margréti, hvort hún sé hálfur Þjóðverji og hálfur Pólverji. Maðurinn hennar er örugglega þýskur að ég held. Prins Jóakim er giftur henni Alexöndru sem er hálf kínversk og hálf ensk. Annars gæti mér ekki verið meira sama hver er hvaðan, bara að fólk sé vel innrætt, það er auðvitað aðalmálið.