Snilld!
Mikið djöfull var gaman í gærkvöldi. Við skötuhjúin skelltum okkur nefninlega á tónleika hér á kollegíinu. Þar var á ferð Steintryggur nokkur, samansettur af Sigtryggi Baldurssyni ex-mola og Steingrími Guðmundssyni. Með þeim voru snilldardídjei sem skratsaði og gerði allskonar kúnstir, hollenskur strengjaleikari sem lék á alls konar hljóðfæri og ekki má gleyma Ólafi ósýnilega sem meðal annars brá sér í gerfi básúnuleikara og afríkansks og grænlensks söngvara. Reyndar hétu þeir þetta kvöld Kvintett Ólafs ósýnilega, honum til heiðurs. Þetta voru sko langbestustu ókeypis tónleikar sem ég hef farið á í laaaaaangan tíma. Ég vissi ekki að Sigtryggur væri svona fyndinn. Auðvitað voru Íslendingarnir sannir Íslendingar og mættu seint en það var líka allt í lagi því þeir byrjuðu bara þegar salurinn var orðinn hæfilega fullur. Það var voða heimilisleg og kósí stemmning með tilheyrandi fíflalátum og tæknimistökum, en þá var bara byrjað aftur...ekkert mál. Steintryggur spilaði alls konar taktmikla tónlist blandaða saman frá öllum mögulegum þjóðum. Ætli megi ekki kalla þetta heimstónlist. Við vorum svo heilluð að við keyptum diskinn fyrir 150 kall strax á öðru lagi. Fengum hann svo auðvitað áritaðann þegar þeir vour búnir að spila og hlupum svo heim og hentum disknum í tækið því við vildum bara meira og meira...alvöru aðdáendur sko! Skrítið og skemmtilegt fannst mér þegar annar helmingurin, Sigtryggur, kom til okkar og þakkaði okkur fyrir komuna. Nei, fyrirgefðu kallinn minn, ÞAKKA ÞÉR!!!
sunnudagur, apríl 25, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|