Ég er alltaf jafn hissa á því hvað Dönum er sama um dönskuna sína og nenna ekki að rækta hana. Ég var alveg að missa það á afmælisdegi drottningar, 16. apríl, þegar þegnar hennar söfnuðust saman fyrir Amalíuborg eins og vaninn er. Þeir sungu Happy Birthday to you!!! Danir eiga sinn eigin danska afmælissöng, lag og texta. Hvað er eiginlega að þessu fólki...ég skil þetta ekki. Maður hefði nú haldið að einhver íhaldssemi fengi nú að njóta sín þegar sjálf táknmynd íhaldsseminnar á afmæli. Ekki nóg með þetta, heldur sagði sonurinn þegar við vorum að hneykslast á þessu hér á heimilinu að það væri alltaf sungið Happy Birthday þegar einhver ætti afmæli á fritidshjem hjá honum....púff, sorglegt.
|