Jóla jóla jóla...
föstudagur, desember 21, 2007
miðvikudagur, desember 12, 2007
Hvar fæ ég buxur á 12 ára strák sem kosta ekki milljón en eru samt ekki algjört drasl?
Skrifaði Regína klukkan 14:17 |
þriðjudagur, desember 11, 2007
Æ, nú vantar alveg helming jólastemmningarinnar eftir að snjórinn leystist upp. Þá er ekkert annað að gera en að jólast almennilega. Hvernig væri nú til dæmis að taka fram jólaskraut og skrifa jólakort, kannski að það hjálpi?
Skrifaði Regína klukkan 14:27 |
laugardagur, desember 08, 2007
Skrifaði Regína klukkan 20:34 |
þriðjudagur, desember 04, 2007
Skrifaði Regína klukkan 11:47 |
sunnudagur, desember 02, 2007
Það er kominn tími á punktablogg:
- Ég skil ekkert í þessu Facebook en er með af því allir eru með.
- Ægilega er þetta sorglegt með drenginn sem keyrt var á í Keflavík. Hver ætli sé sagan á bak við bílstjórann?
- Ég komst að því í dag að Hagkaups verslunarferð er of mikið fyrir mig, heilsufarslega og fjárhagslega séð.
- Jess, nú ætla ég að finna jólaskrautið og setja það upp smátt og smátt.
- Heyrði fyrsta jólalagið í dag....Ég kemst í hátíðarskap...
- Er ekki einhver vírus í tölvunni manns ef það koma stundum endalauuuuuuuuuuuuuuuuuuusir stafiiiiiiiiiiiiiiiiiir af sjálfu sér og tölvan er voðalega lengi að starta sér?
- Lífið er yndislegt, ég geri (næstum) það sem ég vil.
- Við fengum okkur hvolp í vikunni. Hann heitir Moli og er fæddur 18. september 2007. Hann er blandaður Labrador, íslenskur og Border Collie, en mest Labrador. Mórauður í hvítum sokkum. Hann er hrikalegt krútt og fyrirferðarmikill ungi sem pissar og kúkar út um allt (en þó alltaf á gólfið). Við hlökkum mikið til að fara með hann á hlýðninámskeið.
- Það eru víst engar fréttir en hrikalega eru þessi Laugardagslög leiðinleg ojjjjjjjjjjj. Það er ekki nema einhver grínlög sem er hlustandi á. Mér finnst þetta ansi dýrt spaug.
- Ég tel mig vera femínista en mér finnst kynsystur mínar eiga það til að ganga of langt þegar þeirra markmið virðist vera að gera konuna að æðra kyni frekar en jöfnu karlkyninu.
- Ég veit að það blundar í mér listamaður, eins fyndið og það kannski hljómar, ég er bara að bíða eftir að hann komi út úr skápnum.
- Mig langar í Gasolin plötur og Kim Larsen plötur, de er superfede man!
- Ég fékk aðeins of miklar upplýsingar hjá lækninum sem skar mig: Görnunum er ýtt upp til að komast betur að svæðinu. Og eggjaleiðarinn var orðinn svo teygður og langur að það varð að taka hann líka. Bjakk, þetta er bara ekki huggulegt en varð samt að deila því með ykkur múhahahah!
- Man ekki meira í bili, verið þið sæl!
Skrifaði Regína klukkan 00:06 |
föstudagur, nóvember 30, 2007
Skrifaði Regína klukkan 18:22 |
þriðjudagur, nóvember 27, 2007
Iss nú er sko nóg komið af sjúkratali, fuss og svei! Best að snúa sér að öðru. Eru ekki jólin að koma og svona? Hmmm, skammdegi og ljós í skammdeginu. Ég held ég hafi bara aldrei á ævinni haft jafn mikinn tíma til að undirbúa jólin. Er að hugsa um að fara að skoða uppskriftir fyrir jólamatinn; forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Drykk, smákökur, konfekt og aðrar kökur. Svo væri ég til í að föndra eitthvað. Er það ekki upplagt fyrir svona heimalinga eins og mig? Ég verð að hafa hugann við eitthvað, annars bilast ég. Kannski að það sé hægt að finna eitthvað sniðugt dúllerí á netinu...hó hó hó
Skrifaði Regína klukkan 14:18 |
sunnudagur, nóvember 25, 2007
Jæja, kerlingin bara mætt á svæðið. Komin heim í faðm fjölskyldunnar í litla yndislega kofann á Sogaveginum. Fékk sem sagt að fara heim í gær og bara við ágætis heilsu. Aðgerðin heppnaðist víst vel; ekkert grunsamlegt sást og þeir náðu æxlinu í heilu lagi, sem var víst frekar mikið atriði. Verra hefði verið ef það hefði sprungið og sýkt kviðarholið. Ég mæti svo í heftatöku á föstudaginn og þá fæ ég líka svar úr ræktuninni. Þetta fór bara eins og best verður á kosið.
Ég hef það bara ágætt, hélt satt að segja að ég yrði miklu meira kvalin og á rosalegum verkjalyfjum. Ég finn auðvitað fyrir þessu, bæði innvortis og svo fyrir skurðinum en get ekki sagt að ég kveljist beint. Svo tek ég bara panodil og vostar -ótrúlegt alveg! Ég verð samt að passa mig að ætla mér ekki um of, ég er fljót að þreytast ef ég er of lengi á fótum og svo má ég ekki lyfta neinu, beygja mig niður eða teygja mig upp.
Maður er náttúrulega í góðu yfirlæti á Hótel Smára og ekki hægt að kvarta. Á sömu stofu á spítalanum lá kona sem var mikið veik og að ég held með krabbamein. Ég prísa mig sæla að hafa bara þurft að fara í þessa litlu aðgerð miðað við hvað hún er að ganga í gegnum aumingja konan.
Nú verð ég bara að halda andanum uppi og reyna að fá ekki "the blues" sem er víst algengt hjá konum í mínum sporum. Hringingar og heimsóknir eru sko vel þegnar. Ef ég sef þá bara svara ég ekki. Ég á eftir að vera ein alla daga á meðan strákarnir eru í sínum stofnunum, þannig að það er bara gott mál að fá símtal eða heimsóknir.
Skrifaði Regína klukkan 14:13 |
miðvikudagur, nóvember 21, 2007
Jæja, þá er það stóri dagurinn á morgun. Regína leggst undir hnífinn....*hrollur*
Ég fékk þær góðu fréttir í dag að ekkert meira hefði sést við sneiðmyndatökuna og þetta fyrirbæri mældist 15 x 15 sentimetrar. Þokkalegasta stærð bara!
Ég get ekki lýst því hvað fólk í kringum mig er búið að vera hjálpsamt og yndislegt og ég veit að mér verða sendir svo margir góðir straumar á morgun að þetta getur ekki farið öðruvísi en vel.
Fékk lánaðar bækur og laptop í vinnunni og fékk svakalega góðan stuðning frá frábærum vinnufélögum og ekki síst yfirmanni mínum. Mikið er maður nú ríkur að þekkja svona mikið af góðu fólki...ég verð bara orðlaus.
Þetta gæti verið svo miklu miklu verra. Þetta er svolítið eins og að fara í keisaraskurð, nema ég slepp við hríðarnar og það er ekkert barn hehe. Ég vona að ég sleppi með bikiní skurð en læknirinn var ekki alveg viss svo það getur verið að ég verði skorin lóðrétt líka. Anyways...bara fá þetta burt er númer eitt. Hvenær er maður svosem á bikiní?
Ég verð á spítalanum í 2 til 4 daga og mæti örugglega á netið um leið og ég get...maður er náttúrulega háður ;)
Þangað til -hafið það gott og verið góð hvort við annað...
Skrifaði Regína klukkan 20:33 |
mánudagur, nóvember 19, 2007
Skrifaði Regína klukkan 18:04 |
föstudagur, nóvember 16, 2007
Næsta vika:
Mánudagur: Innskrift og undirbúningur.
Þriðjudagur: Röntgenmyndataka.
Fimmtudagur: Aðgerð.
Þetta stefnir í afar áhugaverða viku. Nýr kafli í reynslubókina sem er eiginlega byrjaður að skrifa sig. Ætli það sé ekki best að taka því bara rólega um helgina og njóta tilverunnar og tímans með karlinum og krökkunum. Þetta verður allt í lagi, ég er búin að ákveða það.
Svakalegur léttir var að fá símtalið frá spítalanum í dag og að heyra að eitthvað prógramm er farið í gang. Ætli ég verði ekki að gefa honum annan séns eftir að ég reiddist honum svo mikið um daginn fyrir að vilja ekki taka á móti mér í skoðun. Mér var víst troðið í aðgerðina á fimmtudaginn, fegin er ég. Kannski ætti maður bara að hafa einhverja trú á þessu heilbrigðiskerfi eftir allt saman.
Það er ferlega skrítið hvernig heilinn í manni virkar. Núna þegar ég veit hvað þetta er, finnst mér ég finna miklu meira fyrir því. Ég er samt alls ekki kvalin, ég bara finn þetta einhvernvegin betur. Þetta er aðskotahlutur sem ég þrái að losna við og það sem allra fyrst.
Ferlega getur maður líka verið klikkaður; ég er farin að hlakka til að lesa og lesa og kannski skrifa líka og teikna á meðan ég er að jafna mig...hehehe alltaf gott að hafa eitthvað til að hlakka til.
Skrifaði Regína klukkan 18:18 |
fimmtudagur, nóvember 15, 2007
Ég er oft í hálfgerðum vandræðum með hversu persónulegt ég vil hafa þetta blogg mitt. Núna er komið upp mál sem ég hef aðeins þurft að hugsa mig um hvort ég ætti nokkuð að vera að skrifa um. Eftir smá umhugsun ákvað ég að gera það...í "versta" falli fengi ég kannski bara stuðning og jafnvel reynslusögur frá öðrum.
Málið er að á mánudaginn fór ég til kvensjúkdómalæknis og þá kom í ljós að ég er með æxli við eggjastokkinn. Læknirinn gat ekki með sínum tækjum mælt nákvæmlega stærðina né séð frá hvorum eggjastokknum þetta er. Hún sagði samt að þetta væri a.m.k. kíló og er svipað að stærð eins og legið þegar kona er gengin 16 vikur á meðgöngu. Það eru 85-90% líkur á því að þetta sé góðkynja og ég held að það komi ekki í ljós fyrr en ég verð skorin upp. Ég bíð núna eftir að spítalinn kalli mig í aðgerð.
Ég er þess vegna kannski svolítið skrítin þessa dagana og get ekki beðið eftir að komast í aðgerðina. Það er samt rosalegur léttir að hafa fengið þessa skoðun eftir að spítalinn neitaði að taka við mér fyrir nokkru! Ég veit núna a.m.k. hvað er í gangi því ég vissi að eitthvað væri þarna, ég finn svo greinilega fyrir þessu.
Ég hef ekkert verið veik og líður þannig séð vel. Þetta er bara ónotatilfinning sem ég vil endilega losna við og komast í aðgerðina sem fyrst svo hægt sé að skera þetta burt. Þá vitið þið hvar ég er ef ég skyldi nú hverfa aðeins frá blogginu.
Skrifaði Regína klukkan 08:11 |
laugardagur, nóvember 10, 2007
Takk svo mikið fyrir gærkveldið sæta fólk! Hlakka til næst!
Love ´yall!!!
Skrifaði Regína klukkan 17:42 |
sunnudagur, október 28, 2007
Nú bara verð ég:
ÉG ÞOLI EKKI ÞESSA AUGLÝSINGU Í ÚTVARPINU:
ÖRUGGAN STAÐ TIL AÐ VERA ÁÁÁÁÁ
HVAÐA RUGL ER ÞETTA EIGINLEGA? HVAÐ ÞÝÐIR ÞETTA? ER MAÐUR AÐ LEITA AÐ ÖRUGGUM STAÐ TIL AÐ VERA Á ÞEGAR MAÐUR KAUPIR SÉR BÍL? HVER TALAR SVONA EIGINLEGA? ÉG SKIL ÞETTA BARA EKKI!!! ER ÞETTA SEINNI HLUTI ÚR SETNINGU EÐA .....???? OOHHH ÉG FÆ GRÆNAR...
Skrifaði Regína klukkan 22:01 |
fimmtudagur, október 25, 2007
Vanti einhvern ódýran svefnsófa, 140 sm breiðan, vil ég losna við svoleiðis!
Skrifaði Regína klukkan 23:25 |
sunnudagur, október 21, 2007
Smá könnun hérna:
Horfa börnin ykkar á Stundina okkar? Finnst þeim hún skemmtileg? Hvað er skemmtilegast og hvað er leiðinlegast? Hvað finnst börnunum ykkar skemmtilegast af barnaefni í sjónvarpinu (á hvaða stöð sem er) ? Hvað finnst ykkur fullorðna fólkinu um Stundina okkar? Horfið þið á hana með börnunum?
Þátttakendur verða ríkulega verðlaunaðir fyrir framlag sitt!
Skrifaði Regína klukkan 22:37 |
föstudagur, október 19, 2007
Vá hvað ég er þreytt núna. Svo þreytt að mér finnst full þörf á því að blogga um það á heimsnetinu. Ég þrái svo mikið að komast í smá frí. Okkur hjónaleysunum veitir sko ekki af því að fara í smá horny moon ferð . En hvernig fer maður að þegar enginn getur tekið börnin yfir helgi?
Nú er sko mál að linni með þessar framkvæmdir á okkar tæplega 70 fm íbúð. Það er sko ekkert grín að standa í þessu...segi ég sem geri ekkert af þessu, -heldur Smári, duglegi Smári. En það tekur á að hafa allt út um allt vikum og mánuðum saman. Við erum búin að gera ótrúlega margt í íbúðinni síðan við fluttum heim og ekki er allt búið enn. Hjónarúmið er búið að vera í stofunni í nokkra daga núna og því ekki vel sofið sem er ekki ofan á þreytuna bætandi.
Jæja, þetta er nú aldeilis spennandi lesning og ein af þessum færslum sem ég hugsa "til hvers að blogga um þetta" -en geri það samt. Skítt með það! Ég ætla að fá mér bjór í kvöld og hætta að vera með hugann við vinnuna eða heimilið og hitta skemmtilegt fólk. Það er þó tilbreyting og smá frí frá hversdeginum. Ótrúlegt að maður sé alveg kominn í pakkann, "vinna, éta, sofa"....uss það gengur ekki...
Skrifaði Regína klukkan 19:01 |
þriðjudagur, október 16, 2007
TÍMAMÓT!!!!
Sum tímamót eru gleðileg en ég á voðalega erfitt með að gleðjast yfir þeim sem eru hjá mér núna.
Ég er að verða gráhærð!!! Fyrstu ellimörkin farin að láta á sér kræla og ég sem var að fermast í gær!!!
Skrifaði Regína klukkan 11:48 |
mánudagur, október 08, 2007
föstudagur, október 05, 2007
Mig dreymdi að tennurnar mínar væru að brotna ein af annarri. Hvað ætli það þýði?
Skrifaði Regína klukkan 13:34 |
mánudagur, september 24, 2007
Skrifaði Regína klukkan 20:55 |
föstudagur, september 21, 2007
Skrifaði Regína klukkan 14:14 |
laugardagur, september 15, 2007
Skrifaði Regína klukkan 18:04 |
föstudagur, september 07, 2007
Skrifaði Regína klukkan 18:10 |
fimmtudagur, ágúst 30, 2007
Skrifaði Regína klukkan 21:27 |
mánudagur, ágúst 27, 2007
Skrifaði Regína klukkan 22:11 |
föstudagur, ágúst 24, 2007
Ohh það jafnast ekkert á við rauðvínsglas og Leiðarljós eftir erfiðan dag...
Skrifaði Regína klukkan 17:48 |
miðvikudagur, ágúst 22, 2007
OMG sumir hlutir eru bara of góðir til að vera sannir....en eru það samt!!!
Ég fékk djobbið í Sjónvarpinu :)
Skrifaði Regína klukkan 20:41 |
sunnudagur, ágúst 19, 2007
Skrifaði Regína klukkan 22:08 |
fimmtudagur, ágúst 16, 2007
Ég finn það, þetta er að koma. Ég er alveg að verða tilbúin. Ég er komin með það mikið nóg að nú veit ég hvað ég þarf að gera og ég veit að þetta er rétt ákvörðun. Alveg eins og þegar ég ákvað að hætta að reykja. Mér finnst eins og ég standi á barmi kletts og horfi niður, þangað sem ég ætla að stökkva. Ég er bara aðeins að virða fyrir mér útsýnið fyrst. Ég hef tekið eftir því að það hefur ekki reynst vel að gefa frá sér yfirlýsingar því þá er svo hætt við því að ekkert verði úr áformunum góðu. Ég ætla því að sleppa yfirlýsingum en skrifa bara svona það sem ég er að hugsa.
Ohh svo verð ég einstæð móðir frá morgundeginum og þangað til á laugardagsnótt. Þannig að þá verð ég líklegast að dandalast eitthvað ein á laugardaginn með strákana mína í menningunni. Jæja, ég losna þó við timburmennina sem hefðu þó verið neglandi og sagandi af áfergju í hausnum á mér reikna ég með ef ég kæmist í DK sumarbústaðarhittinginn sem ekkert útlit er fyrir. Kannski að maður hitti einhvern sem maður þekkir í mannhafinu. Guð þetta verður örugglega rosalega gaman, ég hef einu sinni farið í bæinn á menningarnótt og það var fyrir nokkrum árum...hlakka til.
Skrifaði Regína klukkan 23:36 |
laugardagur, ágúst 11, 2007
Skrifaði Regína klukkan 12:38 |
miðvikudagur, ágúst 08, 2007
Kæra "vinkona"!
Skrifaði Regína klukkan 22:43 |
mánudagur, ágúst 06, 2007
Skrifaði Regína klukkan 16:38 |
fimmtudagur, ágúst 02, 2007
Gummi ammánt, sa er so góra sturi ér. So skammpala a vera ér ísa sturi nú wwúúúú!!! Er annsiggi a tapaessa glóris wei wei wei!!!
Skildi þetta nokkur?
Skrifaði Regína klukkan 13:11 |
miðvikudagur, ágúst 01, 2007
Mbl í dag:
Steingeit: Tengsl þín við peninga byggjast á innsæi. Treystu því og þú munt hagnast. Í kvöld ertu dularfullur og laðar að þér vatnsmerkin krabba, sporðdreka og fiska.
Þetta er magnaður andskoti! Ég er að verða rík og laða að mér Smára í kvöld á dularfullan hátt... úúúúú....
Skrifaði Regína klukkan 16:09 |
vei vei vei...ég fór í atvinnuviðtal í gær út af mjöööög spennandi starfi, gekk svaka vel. Ég er svo spennt, þetta skal ganga upp!
Skrifaði Regína klukkan 14:35 |
mánudagur, júlí 30, 2007
Mbl. í dag:
Steingeit: Þú ert sérlega næmur, skilningsríkur og samúðarfullur við fólkið sem þú elskar - og líka við það sem þú þekkir varla. Það er þitt framlag til friðar á jörðu.
...svo satt, svo satt.
Skrifaði Regína klukkan 12:10 |
fimmtudagur, júlí 26, 2007
þriðjudagur, júlí 24, 2007
Það furðulega gerðist í morgun að allt í einu mundi ég hvað var svona sérstakt við 22. júlí en það hafði verið eitthvað að bögga mig svona undir niðri. Það var dagurinn sem Goggi litli bróðir dó fyrir 7 árum. Ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. Fram að þessu hefur þessi dagur aldrei farið fram hjá mér en núna var þetta semsagt svona. Þetta er sumsé bara lífið að halda áfram eða hvað?
Það er samt langt frá því að ég gleymi Gogga mínum...aldrei.
Blessuð sé minning hans.
Skrifaði Regína klukkan 10:19 |
föstudagur, júlí 20, 2007
Jæja, bara vika síðan síðast. Það er nú bara því það er ekkert að frétta eiginlega. Ég er reyndar búin að hitta og fá í gistingu hálfsystur mína frá Noregi og á von á henni aftur á morgun. Svo ætlum við þrjú hálfsystkyni að hittast vonandi í næstu viku. Gaman að því.
Ég er annars bara búin að láta vikuna líða, vinnandi frá 9-5. Það er alveg ofurrólegt og lítið að gera í vinnunni. Það reynir sko á þolinmæði og útsjónarsemi að tapa sér ekki úr leiðindum þegar svona stendur á. Það er eiginlega ekki heldur ofan á ástandið bætandi að allir strákarnir mínir eru í fríi á meðan ég hangi á skrifstofunni. Ég var eiginlega bara dauðfegin að fá rigningu svo ég þyrfti ekki að missa af góðviðrinu.
Adíós amigós! Ég ætla að njóta helgarinnar með fjölskyldunni sem ég sakna allan daginn!
Skrifaði Regína klukkan 20:37 |
föstudagur, júlí 13, 2007
Mikið er nú gott að vera komin heim í kotið mitt litla. Nú klæjar mig í fingurna að fara að gera eitthvað fyrir hann blessaðan. Ég vona bara að skattmann standi við sitt þetta árið eins og vanalega og ausi yfir mig dálítið af þúsundköllum svo að hægt verði að fegra kotið aðeins.
Ferðasagan er stutt. Við fengum sól hvern einasta dag. Fórum eiginlega ekki neitt að skoða nema jólahúsið, Vaglaskóg og Akureyri. Átum eins og svín, meðal annars urriða veiddan af Smára og Benna í Ljósavatni...ekki ónýtt það. Bústaðurinn var góður, Benni sagði að hann væri flottari en íbúðin okkar ha ha ha! Geðveikt að hafa örbylgjuofn og slátruðum við 8 örbylgjupopppokum léttilega! Potturinn stóð líka fyrir sínu. Ég varð nánast ástfangin af Akureyri og nágrenni. Þvílík dásemd!
Og ég er búin að panta að næsta ferðalag verði barnlaust...eins yndislegir og strákarnir mínir eru þá er kominn tími á kærustuparsferð og það fyrir löngu. Ég get svarið það að á því 13 og hálfa ári sem við Smári höfum verið saman höfum við aldrei farið tvö í ferðalag. Þá tel ég ekki með eina sumarbústaðarferð þegar ég var kasólétt af Benna. Hann var eiginlega með.
Skrifaði Regína klukkan 22:30 |
sunnudagur, júlí 08, 2007
Haldiði að ég hafi ekki barasta komist í tölvu og á netið hér fyrir norðan. Bjóst alls ekki við því, þá er nú nauðsynlegt að blogga aðeins. Semsagt bústaðurinn er frábært, veðrið gæti ekki verið betra. Allir í góðu stuði. Við erum bara að drepast úr hamingju og notalegheitum. Erum búin að fara til Akureyrar að versla í Bónus og smakka Brynjuís sem er bæðevei góður. Fyndið að á rúnti okkar um bæinn vildi svo til að Jóhannes himself stóð úti í garði einum og talaði í símann. Svo sáum við Sniglabandið sitja úti á kaffihúsi. Bara allir frægir haaaa? Akureyri er bara megasætur bær og minnir mig á danskan smábæ. Eigum eftir að tékka á sundlauginni, Nonnasafni og jólahúsinu. Það er eflaust eitthvað fleira hægt að gera. Við tökum bara lífinu með ró og njótum þess í botn.
Læt þetta nægja í bili.
Skrifaði Regína klukkan 17:07 |
fimmtudagur, júlí 05, 2007
Þá er það búið. Ég er frjáls. Af tillitssemi við hlutaðeigandi get ég ekki sagt strax hvað ég var að gera. En stóru fargi er af mér létt og nú er bara að horfa fram á veginn og gleðjast yfir því sem framtíðin ber í skauti sér. Meðal annars að við fjölskyldan ætlum að bruna norður í sólina á morgun í sumarbústað.
Bæjó í bili!
Skrifaði Regína klukkan 21:01 |
miðvikudagur, júlí 04, 2007
Jæja, úff og púff...í dag verður klippt á kvíðahnútinn. Einum degi fyrr en áætlað var. Ég er búin að vera í hálfgerðri hugleiðslu upp á síðkastið til að reyna að vinna á móti kvíðanum. Segi sjálfri mér að ég hafi ekkert að óttast og þurfi þess vegna ekki að kvíða neinu. Ég sé sigurvegarinn. Ég geti ekki stjórnað umhverfinu, bara mínum eigin viðbrögðum og gjörðum. Þetta verði allt í lagi. Ekkert breytir því að sólin skín, að ég elska börnin mín og manninn minn. Hvað sem gerist, breytist það ekki (nema það rigni ha ha ha). Ég verð frjáls og það er í mínum höndum. Það er nauðsynlegt að hafa smá kæruleysi í gangi, borgar sig ekki að taka lífið of alvarlega.
Æ, gott að ég skrifaði þetta. Ég ætla að lesa þetta nokkrum sinnum yfir í dag til hjálpar.
So whish me luck! I can do it!
Skrifaði Regína klukkan 10:13 |
þriðjudagur, júlí 03, 2007
Úpps! Við gleymdum að gera ráð fyrir fimmta fjöskyldumeðlimnum, kettinum Felix í sumarbústaðarferðinni okkar. Við erum sem sagt að fara snemma á föstudagsmorguninn á Illugastaði og ætlum að koma heim viku seinna, föstudaginn þrettánda (úúúú).
Datt í hug hvort ég þekkti ekki einhvern snilling sem getur passað kisa fyrir okkur á meðan???
Ha?
Skrifaði Regína klukkan 15:00 |
mánudagur, júlí 02, 2007
Mikið svakalega líður tíminn hægt núna. Ég vorkenni sjálfri mér voða mikið að vera lokuð inni á skrifstofu frá 9-5 í þessu góða veðri. Sit hér við tölvuna og horfi út á Esjuna og sé að sjórinn er spegilsléttur og svei mér þá ef það er ekki bara logn líka! Meira segja hér á Suðurlands-bratutinni. Þetta væri skárra ef eitthvað væri að gera. Ó well...ég reyni bara að búa mér til verkefni. Meðal annars að grafa upp kæruleysi sem móteitur við kvíðanum sem hrjáir mig þessa daganna. Ég losna þó líklegast við hann á fimmtudaginn. Fjúkkit, hvað það verður mikill léttir maður! Og svo verður bara brunað í sumarbústaðinn á föstudagsmorgun. Get ekki beðið!
Skrifaði Regína klukkan 13:46 |
sunnudagur, júlí 01, 2007
Jahérna. Ég get svarið það að ég er komin inn úr steikinni í garðinum mínum. Ég er í smá pásu frá sólinni, held ég sé bara að grillast. Það er pottþétt um 30 stiga hiti í garðinum núna. Ok nú lagar mig ekki að flytja neitt. Þetta er algjör paradís! Spurning um að skoða það fyrir alvöru að byggja við kofann og bæta í staðinn fyrir að flytja í stærra og missa þá garðinn. Það er náttúrulega algjör lúxus að hafa svona suðurgarð sem gengið er út í beint úr stofunni. Sé fyrir mér hvar heiti potturinn verður, kryddjurtagarðurinn, blómabeðið, kartöflurnar, gulræturnar, rabbarbarinn...endalausir möguleikar...ef ég vil.
Tíminn í sólbaðinu hefur farið í hálfgerða hugleiðslu. Ég tók mér stílabók og penna í hönd og skrifaði niður 5 markmið fyrir sjálfa mig. Svo skrifaði ég strategíu til að ná þessum markmiðum og tilganginn með þeim. Ég er ekki búin ennþá en finn að þetta léttir strax á mér. Ég tók ákvörðun í leiðinni sem er búin að velkjast um með mér lengi. Ég þurfti eiginlega að gera upp við mig hvort ég ætti að fylgja skynseminni eða fara eftir innsæinu í ákveðnu máli og það varð úr að ég valdi síðari kostinn. Ef þú lesandi góður ert forvitinn að vita hvaða mál þetta er, kemur það í ljós á næstu dögum, get ekki sagt strax hvað það er.
Jæja best að halda áfram að safna brúnku!
Skrifaði Regína klukkan 14:59 |
laugardagur, júní 30, 2007
Einu sinni var Pétur. Hann var frábær strákur, ótrúlega hæfileikaríkur og ótrúlega góður. Hann datt niður af húsþaki og dó þegar hann var bara tvítugur. Ég, jafnaldri hans og margir fleiri fengum sjokk. Ég þekkti hann ekki náið en nóg til að reiðast og syrgja dauða hans mikið. Þetta allt saman rifjaðist upp fyrir mér núna í vikunni þegar ég sá myndband sem vinir hans gerðu í minningu hans eftir að hann dó. Þar sá ég upptöku af honum þar sem hann birtist ljóslifandi fyrir mér og ég mundi eftir honum eins og ég hefði hitt hann í gær, þó það séu 13 ár síðan. Það rifjaðist upp fyrir mér líka hvað það er ósanngjarnt þegar ungir krakkar deyja í blóma lífsins og framtíðin bíður eftir þeim. Svo margt sem þeir eiga eftir að upplifa en fá ekki tækifæri til. Og ástvinir standa eftir með minninguna og spurninguna AF HVERJU??? "Þeir sem Guðirnir elska, deyja ungir" Hvaða huggun er það? Ég hef aldrei skilið þessa setningu. Á maður þá bara að hugsa, jæja þetta er allt í lagi guðirnir elskuðu hann svo mikið að hann varð að deyja ungur? Hvaða bull er það? Á það að fá mann til að líða betur? Það er ekkert sem breytir ósanngirninni, sorginni og örvæntingunni þegar ungir krakkar deyja eða hver sem er, þegar út í það er farið. En að sama skapi verður maður að sætta sig við að ekki er hægt að breyta því sem orðið er og eins gott að lifa með því. Og halda minningunni á lofti, þannig lifa þeir sem deyja áfram í okkur.
Skrifaði Regína klukkan 13:12 |
fimmtudagur, júní 28, 2007
Já og enn sveimar hugurinn...hvað langar mig mest? Að búa í miðbænum, vesturbænum, úti á landi, í Álfheimunum, í neðra Breiðholti eða í Kaupmannahöfn eða ude paa landet i DK? Kostir og gallar allstaðar, veit ekkert í minn haus. Kannski maður ætti þá bara að skella sér til Ástralíu?
Skrifaði Regína klukkan 14:34 |
þriðjudagur, júní 26, 2007
Jamms, komin heim í borgina, eða ofvaxna þorpið Reykjavík. Mikið gott í Flatey, frábært veður og gott fólk og góður matur. Smári og Benni orðnir árinu eldri. Ég bara reyni að taka öllu með ró. Er komin enn einu sinni í bloggkrísu, veit ekki hvort ég nenni þessu. Mér finnst svo gaman að lesa hjá öðrum og finnst gott að halda kontakt við fólk í gegnum bloggið þannig að það er varla stætt á öðru en ég sjálf rugli eitthvað hérna líka...eða hvað?
Skrifaði Regína klukkan 12:24 |
föstudagur, júní 22, 2007
Okei bæ, farin í Flatey. Má ekkert vera að þessu, þarf að gera 100 hluti áður en við leggjum af stað eftir klukkutíma...víííí........
Skrifaði Regína klukkan 10:21 |
fimmtudagur, júní 21, 2007
Ég held að þetta sé að lagast, takk fyrir ráðin, ég veit þið meinið vel. Þetta er bara eins og eitthvað eitur í líkamanum sem ég ræð ekkert við. Ég held áfram að berjast og veit að hlutir eins og hreyfing, skynsamlegt mataræði, nógur svefn og jákvæður hugsunarháttur eru meðalið. Það er ekki eins og ég vilji ekki brjótast út úr þessu, alls ekki. Vá hvað ég vildi vera laus við þessa böl en þetta er víst partur af mér og eins gott að læra að lifa með því.
Skrifaði Regína klukkan 08:51 |
föstudagur, júní 15, 2007
Aumingja ég að vera ég...stundum. Úff ég er svo sveimhuga. Þetta flotta orð heyrði ég um daginn. Mér finnst það eiga ágætlega við mig. Hugur minn sveimar úr einu í annað. Óþolinmæðin er að drepa mig. Skynsemin verður þess vegna oft á undanhaldi. Ég er alveg hryllilega ójarðbundin. Er sveimhuga ekki bara bara andstæðan við jarðbundin? Svo verð ég líka svo full af þráhyggju stundum að ég get bara ekki hugsað skýrt, hvað þá skynsamlega. Þetta er hægara sagt en gert, að vera ég. Ofan á allt þetta bætist svo baráttan við þunglyndið sem ég fæ þó stundum hvíld frá sem betur fer.
En ég er ekkert að rakka mig niður. Ég á líka mínu góðu hliðar og stundum geta gallar verið kostir í sjálfu sér. Það er líka nauðsynlegt að horfast í augu við eigin galla...og kosti.
Ég er sem betur fer að fara úr borginni næstu helgi á ættarmót í Flatey á Breiðafirði. Þar næ ég oftast báðum fótum á jörðina og fæ ómengaða orku náttúrunnar.
Skrifaði Regína klukkan 20:03 |
fimmtudagur, júní 14, 2007
miðvikudagur, júní 13, 2007
Ég ætla að freista gæfunnar með 8-4. Það er ótrúlegur munur að vera búin klukkan 4 í stað 5. Veit einhver um góða vinnu handa mér? Það er sko leyndó ussss!
Skrifaði Regína klukkan 15:20 |
mánudagur, júní 11, 2007
Það rifjaðist upp fyrir mér í dag að ég er engin 9-5 manneskja. Mér eru ætluð önnur örlög í þessu lífi.
Skrifaði Regína klukkan 22:18 |
fimmtudagur, júní 07, 2007
sunnudagur, júní 03, 2007
Er nokkuð laus íbúð/herbergi á kollegíinu í viku á bilinu 28.júní til 11.júlí fyrir einn frænda Smára?
Skrifaði Regína klukkan 20:54 |
laugardagur, maí 26, 2007
Æ já bara voða lítið að segja núna. Dagurinn í dag átti að fara í allskonar aktivítet en það varð ekkert úr því sökum þreytu. Ég ætla ekkert að hafa móral yfir því. Sem betur fer er þetta löng helgi. Það er ýmislegt sem við þurfum að gera við íbúðina áður en við setjum hana á sölu og eins gott að koma sér í gírinn. Mér finnst bara einhvernveginn aldrei tími til neins þegar ég er að vinna 100% vinnu. Hvernig verður þetta þá þegar ég er byrjuð í fjarnáminu líka? Maður var náttúrulega orðinn ansi góðu vanur úti í Danmörku og það er erfitt að aðlagast allt öðruvísi lífi hér á Íslandi. Það er samt ekki bara það...mér hefur alltaf fundist ég þurfa meiri tíma þegar ég er í vinnu. Kannski finn ég þetta bara af því ég hef enn ekki komist í draumastarfið. Ég held að þegar maður er í skemmtilegu, gefandi og vel launuðu starfi sé róðurinn léttari. Ég stefni þangað, veit bara ekki enn hver þessi vinna er en kemst að því með tíð og tíma.
Skrifaði Regína klukkan 21:16 |
fimmtudagur, maí 24, 2007
Þá er það færsla dagsins. Hmmm það sem er mér efst í huga núna er megrun, megrun og aftur megrun. Mér var loksins ofboðið þegar mér var litið í spegilinn um daginn og tók þá ákvörðunina á staðnum og hef staðið við hana síðan. Nú er sko engin miskunn og skal tekið duglega á mataræðinu. Þetta bara gengur ekki lengur. Ekki bara út af aukakílóunum, heldur líka bara líðan. Ég er sko alveg komin með nóg af hausverk, sleni og drullu. Ég er búin að skipta um skoðun svona 120 sinnum undanfarið um hvernig ég eigi að fara að þessu, þ.e. hvaða aðferð ég ætti að nota. Herbalife, danski "kúrinn" eða bara kommon sens. Ég held að ég endi bara á kommon sens sem felst aðallega í að drekka fullt af vatni, meira af ávöxtum og grænmeti, sleppa fitu og sykri eins og ég get. Borða líka fisk oftar og reyna að hreyfa mig meira og minnka brauðát. Markmiðið er að láta kíló fjúka á viku og ég er að pæla í að skrá vigtina niður hjá mér vikulega og halda jafnvel matardagbók og skrá niður hitaeiningarnar. Ég hef gert það áður og það svínvirkaði. Hei vá hvað það myndi virka vel ef ég hefði þetta hér á síðunni. En samt ég get ekki hugsað mér að upplýsa hvað ég er þung...
Skrifaði Regína klukkan 22:07 |
miðvikudagur, maí 23, 2007
Er einhver þarna í Kaupmannahöfn sem getur og vill leigja út íbúðina sína tveimur fullorðnum Íslendingum og tveimur börnum af sama þjóðerni frá 14. til 20. júní? Þetta er fyrir frænku hans Smára. Góðri umgengni og skilvísri greiðslu heitið.
Skrifaði Regína klukkan 22:22 |
þriðjudagur, maí 22, 2007
Þegar þetta er skrifað er ekki enn komið í ljós hverjir ráðherrar Samfylkingarinnar eru. Það var svo sem ekki neitt sem kom á óvart í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema kannski að flokkurinn færi með ráðuneyti heilbrigðismála. Ó mæ god segi ég nú bara, ekki bara við því að þeir eru með þetta ráðuneyti heldur að Guðlaugur Þór er orðinn heilbrigðisráðherra. Úr öskunni í eldinn segi ég nú bara. Nú verða heldur betur stigin skref í átt að einkavæðingu í heilbrigðisgeiranum. Æ, mér líst ekkert á þetta. Menntamál og heilbrigðismál eru máttarstólpar velferðar í þjóðfélaginu og þar verður að tryggja að allir eigi greiðan aðgang að þjónustu á tillits til efnahags eða stéttar. Ég vil samt ekki banna einkaframtök, það má bara ekki verða til þess að hægt sé að græða á heilbrigðis- og menntaþjónustu eins og hverju öðru fyrirtæki. Það er sjálfsagt að bjóða upp á möguleika í menntakerfinu eins og Hjallastefnan er gott dæmi um. Kannski er líka skuggahlið á því þegar fólk er farið að geta keypt sér menntun eins og er jafnvel að gerast með einkareknu háskólana á Bifröst og HR.
Ég veit ekki alveg hvernig einkavæðing á að ganga upp í heilbrigðiskerfinu ef einkastofur bjóða upp á aðgerðir sem kosta mikinn pening en lítinn biðtíma og ríkið býður upp á lengri biðtíma og lægri kostnað. Þýðir það þá ekki að efnameira fólk getur keypt sér betri heilsu á kostnað heilsu efnaminna fólks?
Það verður spennandi að sjá hvernig spilað verður úr hlutunum þetta kjörtímabil og bara hversu lengi þessi svokallaða frjálslynda umbótastjórn á eftir að starfa saman. Mér fannst algjörlega lýðræðislega rétt að þessir flokkar mynduðu ríkisstjórn en hef áhyggjur af heilsu Samfylkingarinnar í kjölfarið. Ég hefði helst viljað sjá vinstristjórn en samt ekki því ég hef litla trú á því að Samfó, VG og Framsókn geti starfað saman...því miður því miður.
Gaman að sjá að það virðist vera lýðræði í gangi hjá Samfylkingunni því það hefur tekið mun lengri tíma að ákveða hverjir verða ráðherrar. Þarna er fólk að tala saman.
Eins og ég var komin með mikið ógeð á pólitík eftir kosningabaráttuna hefur fréttaþorsti fréttamanna undanfarna daga kitlað hláturtaugar mínar mjög.
Hlakka til að heyra stjórnarsáttmálann á morgun. Vonandi eru betri tímar og bjartari framundan á Íslandi í velferðar-, umhverfis- og jafnréttismálum. Ég ætla að reyna að vera bjartsýn þó ég verði að viðurkenna að trú mín á stjórnmálamönnum er afar takmörkuð. Látum verkin tala.
Nú er ég búin að skrifa svo mikið og ég nenni varla að tala um ráðherraskipan Samfó sem er komin núna en ég verð að segja að ég er MJÖG ánægð með að tími Jóhönnu sé loksins kominn!
Skrifaði Regína klukkan 21:13 |
Góðan og margblessaðan daginn!
Í dag er fyrsti dagurinn í bloggátakinu mínu. Ég ætla að prófa að blogga núna á hverjum degi í heila viku og athuga hvernig það gengur. Þetta var semsagt færsla dagsins jeeee...
Kannski kemur meira...úúú spennandi!
Skrifaði Regína klukkan 09:08 |
mánudagur, maí 21, 2007
oohhh ekki er þetta veður að hjálpa...snjór hér og yfir 20 stiga hiti úti!
Nei, ég skal hætta þessu væli. Rétt hjá "vinkonu", ég ætla að reyna að lifa í núinu og njóta líðandi stundar. Hægara sagt en gert en ég reyni. Hver ertu annars dularfulla kona? Nú er ég að drepast úr forvitni.
Skrifaði Regína klukkan 15:35 |
laugardagur, maí 19, 2007
Jæja fórum í dag með HM að gefa öndunum í fyrsta skipti. Honum fannst það ekkert smá gaman. Í dag er svona týpískt gluggaveður...ohh ég hata það. Ég vakna og held að það sé æðislegt veður og svo er bara ískalt...arrrgg.
Ég er alveg gjörsamlega með DK á heilanum núna og er að pæla í leiðum til að flytja út aftur alveg á fullu. Við ætlum að reyna að fara til Köben í heimsókn við tvö í lok sumars eða í haust. Mér finnst ég bara frekar eiga heima innanum öll reiðhjólin, fúlu Danina, heitu sumrin, nálægðina við önnur lönd, Arababúðirnar, ströndina, alla parkana, ódýrari matinn og vínið og æ ég veit ekki, bara fullt í viðbót sem erfitt er að orða. Hér líður mér einhvernvegin eins og ég sé bókstaflega úti á þekju og mér þykir slæmt að vera svona háð bíl og þoli ekki hvað er dýrt að lifa hérna. Auðvitað eru líka kostir hér og gallar úti...en ég veit ekki, mér finnst bara kostirnir stærri úti þegar allt kemur til alls.
Skrifaði Regína klukkan 17:24 |
mánudagur, maí 14, 2007
Nei nei ekki aldeilis af baki dottin. Boggeddí blogg. Sko það er bara svo hrikalega mikið að gerast í hausnum á mér og fullt af því er bara stöff sem er óblogghæft, því miður. Oft langar mig mikið til að láta bara allt flakka og skrifa allt sem mér dettur í hug en það gengur ekki...neibbs!
Aftur á móti það sem ég get sagt er að við Smári erum búin að ákveða að selja íbúðina og leita okkur að stærri íbúð. Við erum búin að fá fasteignasala til að skoða og meta og eftir svona smá lagfæringar og endurbætur hér og þar ættum við (vonandi) að fá ágætis prís fyrir kofann. Það kom bara "smá" babb í bát uppá tímaáætlunina að gera; Smári brenndist á kosninganótt. Greyjið hann ætlaði að poppa handa mér, ég var endalaust búin að væla í honum að poppa. Það vildi ekki betur til en svo að hann gleymdi pottinum með olíunni í á hellunni aðeins of lengi. Samt var það fáránlega stutt, þetta er þvílíkt öflug eldavél. Þannig að hann er handlama karlanginn. Þetta er annars stigs bruni á tveimur fingrum og smá blettur í lófanum líka...og auðvitað hægri höndin, -hvað annað? Já, þannig að það tekur þá aðeins lengri tíma en áætlað var að selja og kaupa.
Svo erum við alveg í söknunarferli með Kaupmannahöfn, erum eiginlega að drepast, -okkur langar svo út aftur. Meira að segja Benna langar! Gefum Íslandi aðeins meiri séns og sjáum svo til, var eiginlega niðurstaðan. Já já allt í gangi bararabbarbara...
Skrifaði Regína klukkan 13:28 |
mánudagur, maí 07, 2007
föstudagur, maí 04, 2007
Jahérna, það gengur á ýmsu, það er ekki hægt að segja annað. Þegar við skötuhjúin runnum í hlað í lok vinnudags í gær kemur frumburðurinn hlaupandi að bílnum og æpir eitthvað á pabba sinn og þeir rjúka svo inn í hús. Ég hélt að það væri kveiknað í en nei nei ég mæti Smára á leið minni inn þar sem hann heldur á dauðri rottu ojjjjjjj. Dísús kræst, djöfulsins viðbjóður! Kattarófétið hafði sem sagt fært björg í bú og verið að leika sér að bráðinni í dágóðan tíma áður en hún drapst!
Jæja, ekki nóg með það heldur beið okkar bréf frá starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar þar sem stóð að okkur verður úthlutað sumarbústað í júlí! Eitthvað sem við áttum alls alls ekki von á að fá. Jibbí, við erum rosalega ánægð með þetta. Við sem vissum ekkert hvernig færi með sumarið, þá er þetta amk á dagskrá.
Semsagt OJJJJJ og VEIII
Skrifaði Regína klukkan 12:34 |
þriðjudagur, maí 01, 2007
Hvað á ég eiginlega að segja í dag. Kosningar, Júróvisíon æ nenni ekki að tala um það. Vorið er að koma, vei! Hitastigið hækkar um örfáar gráður og maður tryllist úr gleði. Hef samt aldrei tíma til að njóta þess því ég er lokuð inni á skrifstofu frá 9-5 og svo um helgar er ég svo löt og þreytt að ég nenni engu. Mig dreymir um að mála myndir, skrifa sögur, föndra og vera með börnunum mínum og liggja þess á milli í sólbaði og fá borgað fyrir þetta allt saman svo ég geti keypt mér það sem mig langar í.
Skrifaði Regína klukkan 11:40 |
fimmtudagur, apríl 26, 2007
Nú lygnir í dalnum. Allt er með kyrrum kjörum og verður líklegast um sinn. Það er kominn tími til að sýna þroska og þrautsegju. Stundum þarf að fórna til að uppskera.
Skrifaði Regína klukkan 22:44 |
mánudagur, apríl 23, 2007
Mikið er nú gott að vera með svona fínan prívat auglýsingamiðil. Það sem ég ætla að auglýsa eftir núna er semsagt tjald. Eiginlega langar mig mest í fellihýsi en held að það sé allt of mikið fyrir pyngjuna í bili. Málið er að við fjölskyldan erum að fara á ættarmót helgina 23. -24. júní og okkur vantar fjögurra manna tjald svo af því geti orðið. Fyrir utan það langar okkur bara að eiga tjald til að geta ferðast eitthvað meira í sumar. Ergo; vill einhver selja mér fjögurra manna tjaldið sitt eða þekkir einhvern eða þekkir einhvern sem þekkir einhvern eða þekkir einhvern sem þekkir einhvern sem þekkir einhvern o.s.frv? Eða bara að fá lánað tjald þessa helgi væri æði.
Skrifaði Regína klukkan 22:32 |
sunnudagur, apríl 22, 2007
Á einhver DDV menuplanið og getur sent mér í tölvupósti á regina101@gmail.com? Ég er búin að týna mínu og er að spekúlera í að gera eitthvað í þessum spikmálum. Ég væri voðalega þakklát...
Skrifaði Regína klukkan 21:44 |
föstudagur, apríl 20, 2007
Leiðindadagur í vinnunni. Hvað er verið að rugla mann svona með að hafa frídag á fimmtudegi? Þetta er alveg glatað bara, gerir mann bara latan. Hann var reyndar ósköp notalegur sumardagurinn fyrsti. Við fjölskyldan skelltum okkur í bíltúr og göngutúr. Fyrst röltum við um Bakkahverfið í Breiðholti þar sem við erum búin að rekast á nokkrar íbúðir á góðu verði í fasteignaauglýsingum undanfarið. Skelltum okkur síðan í bæjinn til að kíkja á brunarústirnar og æ hvað þetta er sorglegt allt saman. Fáránlegt að þetta hús sé farið. Ég man eftir Karnabæ og plötubúðinni þegar ég var alltaf að dandalast þarna sem krakki og unglingur. Svo á ég góðar minningar frá fyrsta deitinu okkar Smára þar sem hann dansaði við mig í fyrsta og eina skiptið fyrir 13 árum á Berlín. Já ég vona að borgarstjórinn standi við orð sín og endurreisi þessi hús sem skemmdust. Hvað var annars með þennan búining hjá karlinum? Hahaha fáránlega hallærislegt. Einhver Bush stæling þarna í gangi eða hvað?
Já við erum mikið í fasteignapælingum þessa dagana. Getur einhver sagt mér hversvegna íbúðirnar í Breiðholtinu eru svona ódýrar? Flennistórar íbúðir allt niður í 17 milljónir! Hvað er málið...eru þetta bara gömlu fordómarnir frá því í denn eða býr bara ruslalýður þarna? Þetta er eitthvað dularfullt finnst mér.
Skrifaði Regína klukkan 15:12 |
þriðjudagur, apríl 17, 2007
Vei vei...alltaf svo gaman að bæta fleiri bloggurum á linklistann góða. Nú eru það mætar mæðgur; Sara frænka mín og Olga mamma hennar sem mér finnst vera frænka mín líka þó hún sé ekki skyld mér svona blóðlega séð.
Annars er allt í góðu bara. Samningaviðræður standa enn yfir og líkur vonandi í þessari viku.
En kommon...er ég sú eina sem er að eipa yfir þessari Húsasmiðjuauglýsingu?
Skrifaði Regína klukkan 18:19 |
sunnudagur, apríl 15, 2007
Vá hvað ég er endurnærð eftir ferskan og mátulega hryssingslegan dag úti á róló með fyrrverandi Danmerkurbúum, börnum og fullorðnum. Eitthvað sem mætti endurtaka reglulega bara. Best að skella inn myndum eins og allir hinir á morgun, finn ekki fjandans snúruna.
Nú er ég ein í koti, Smári í póker og ég að horfa á söngvakeppni framhaldsskólanna, það er nú alltaf stuð. Væri samt alveg til í félagsskap, segi það nú ekki. Benni hefur ekkert gaman að þessu. En Jesús minn kemur enn einu sinni þessi Húsasmiðjuauglýsing "Nýr tími" með gospelkórnum. Ég veit það ekki, mér finnst bara ekki passa að trúarkór sé að selja sig í Húsasmiðjuauglýsingu. Það klingja einhverjar siðferðis-, viðvörunarbjöllur hjá mér. Væri annað ef þau væru að styrkja gott málefni....kommon nýr opnunartími í Húsasmiðjunni!!! Mér þætti gaman að vita hvað þau fengu borgað fyrir þetta. Fyrst ég er á siðferðislegu nótunum...mér finnst bara kúl að halda upp á afmælið sitt á Jamaíka og bjóða öllum vinum og vandamönnum með! Það myndi ég sko bara líka gera ef ég ætti nóg af peningum! Og þetta segi ég ekki bara af því að Björgúlfur er frændi minn (þekki hann sko ekki baun, var bara svona að lauma þessu inn híhí).
Best að skella inn einhverjum gömlum DK handahófsmyndum með, það er orðið allt of langt síðan...snuff snuff, sakna svo mikið...sumar og sól og allt
Skrifaði Regína klukkan 21:19 |
laugardagur, apríl 14, 2007
föstudagur, apríl 13, 2007
Ókei ókei, í dag er föstudagur, vonandi til fjár og frama.
Kem með frekari fréttir þegar ég hef þær, seinni partinn eða í kvöld.
Skrifaði Regína klukkan 09:06 |
miðvikudagur, apríl 11, 2007
Í dag er miðvikudagur og það er gott. Þá er mið vika, jafn langt frá síðustu helgi og í næstu helgi. Annars er það svo sem afstætt. Hjá mér er eiginlega komin helgi á fimmtudegi, ég ákvað það bara einn daginn að ég skyldi framvegis líta svo á. Það er vel. Á morgun er einmitt fimmtudagur en hann gæti orðið harla óvenjulegur og örlagaríkur. Það er líka vel.
Skúbbeddíbúbb!
Skrifaði Regína klukkan 15:07 |
laugardagur, apríl 07, 2007
Eiginlega var það lán í óláni að ég fékk drulluna í nótt. Það hlaut að koma að því að líkaminn segði stopp, hingað og ekki lengra! Ég er í alvöru talað búin að vera í stöðugu nammiáti, gosþambi og ruslfæðisáti síðan um jólin. Búin að bæta á mig fullt af kílóum og dálítið af andlegri vanlíðan sem fylgir þessu matarÆði. Nú hlýtur motivationin að fara að segja til sín, já ég held það bara svei mér þá. Nú þegar ég sé súkkulaði sé ég bara kúk. Þó veit ég fyrir víst að ég get ekki lifað án þess, þannig að ég ætla ekkert að reyna að blekkja sjálfa mig og segjast ætla að hætta öllu súkkulaði- eða nammiáti. Spurning að fara bara skynsömu leiðina í þessu. Allt er gott í hófi bara.
Skrifaði Regína klukkan 17:37 |
miðvikudagur, apríl 04, 2007
Mig langar að fara eitthvað um páskana. Gott að hugsa um það núna korter í páskafrí Regína! Æ, svo á ég ekki krónu hvort eð er. Hvað er nú hræódýrt ferðalag án gistingar? Jú það er hægt að fara í bíltúr á Þingvelli kannski...jæja sjáum til hvað framtaksleysið og ofátið fleytir mér langt. Böööö upplífgandi í dag bara ha?
Skrifaði Regína klukkan 15:01 |
laugardagur, mars 31, 2007
fimmtudagur, mars 29, 2007
ohhh ég sakna Danmerkur svo mikið, er að verða geðveik á þessu peningaleysi, langar stundum í aðra vinnu, gengur ekkert að grennast, heldur fitna bara meira. Æ ó ó ó.
Skrifaði Regína klukkan 09:09 |
sunnudagur, mars 25, 2007
Anyways...ég vil endilega bjóða velkomna á blogglistann minn hana Helenu systur mína. Hún er borinn og barnfæddur Hafnfirðingur (eða á maður þá að segja Gaflari?), býr núna í Mosó með börnunum sínum þremur og manni. Kennari og fyrrverandi fimleikadrottning og dóttir "pabba" míns og sameiginleg hálfsystir flestra hálfsystkyna minna. Að öllu bulli slepptu algjör perla og sææætust....
Ég verð eiginlega að koma þessu gamla bloggi hérna frá mér sem ég held að sé orðið tveggja vikna gamalt, bara svona til að losna við það úr sýsteminu. Af einhverjum mjög svo dularfullum ástæðum vill bloggerinn ekki birta þennan texta hér svo ég set hann í comments...Wúalla:
Skrifaði Regína klukkan 20:36 |
Jæja loksins virkaði þetta drasl! Nú dettur mér bara ekkert sérstakt í hug að skrifa um hahaha!
Kannski seinna í kvöld, who knows?
Skrifaði Regína klukkan 17:57 |
ok þetta er síðasta tilraun...ef þetta virkar ekki núna er ég sko bara farin eitthvað annað! Heyrirðu það þarna leiðinda blogger?!!
Skrifaði Regína klukkan 17:56 |
þriðjudagur, mars 20, 2007
þriðjudagur, mars 06, 2007
Aldeilis kominn tími til að trimma herið. Það eru mörg ár síðan ég fór í klippingu á Íslandi þannig að ég hef ekki hugmynd um hvert ég á að fara? Hjálp vel þegin!
Skrifaði Regína klukkan 21:01 |
sunnudagur, mars 04, 2007
Þessi helgi var alveg einstaklega fljót að líða. Ég bara trúi því ekki að ég sé að fara að vinna á morgun. Jæja, vikan er svosem álíka fljót að líða. Tíminn bara flýgur þegar það er mikið að gera. Stundum finnst mér það gott því ég held að mér myndi bara leiðast ef ég væri ekki svona bissí. Stundum finnst mér eins og tíminn líði allt of hratt og ég sé að missa af tækifærinu til að nota hann í eitthvað miklu mikilvægara sem ég reyndar veit ekki alveg hvað er.
Skrifaði Regína klukkan 21:32 |
föstudagur, mars 02, 2007
Kallinn fór að spila póker og mér leiðist. Ætla að drekkja mínum sorgum í nammi og kók og horfa á eitthvað krapp í sjónvarpinu og bölva því að það sé aldrei neitt í kassanum býst ég við....
Það er alveg voðalegt hvað ég eyði miklum tíma í innantómt og leiðinlegt gláp. Það breytist vonandi næstu tvo vetur amk ef planið mitt gengur upp.
Skrifaði Regína klukkan 21:15 |
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
Í framhaldi af grein Egils: (og bloggi Sigurlaugar)
Já mikið er ég sammála. En ég kalla eftir lausnum. Hvernig er hægt að snúa þessu við? Hvernig er hægt að fá fólk til að vinna minna og sinna fjölskyldunni meira? Kannski hækka skatta á yfirvinnuna þannig að það verði óaðlaðandi að vinna svona mikið? Heilaþvottur? Hvernig er hægt að fá fólk til að bera ábyrgð í þessu samfélagi þegar ekki einu sinni stjórnmálamenn gera það? Hvað er það sem getur fengið fólk til að vakna og horfast í augu við vandann og taka ábyrgð og breyta hegðun sinni þannig að það leggi sitt af mörkum? Ég held að við vitum öll af þessum vanda og hálfpartinn bíðum eftir að einhver segi okkur hvað við eigum að gera. Eða er kannski enginn vilji til staðar? Er neysluhyggjan svona mikil að hún blindar okkur þannig að við sjáum ekki eða viljum ekki sjá kaldann raunveruleikann, -einmana börn.
Ég veit það ekki. Persónulega hefur það alltaf verið mottó hjá mér að vinna ekki meira en 100% vinnu og ekki um kvöld og helgar, með nokkrum undantekningum þó. Sumir myndu kalla það leti en mér finnst það meira skynsemi. Mér finnst bara alveg nóg að við fjölskyldan séum öll á sitthvorum staðnum 8 tíma á dag, 5 daga vikunnar.
Skrifaði Regína klukkan 11:31 |
þriðjudagur, febrúar 27, 2007
Það er víst ekki hægt að fá allt. Ég vildi setja Haloscan aftur inn og þá tapaði ég hinum kommentunum æ ooo. Svo var ég að bæta Jonna púka í hópinn og banna honum hér með að hætta! Líka er komin aftur hún Dóra sem átti að vera komin fyrir löngu. Nú svo hef ég tekið upp þá nýbreytni að bjóða upp á hlekki í stafrófsröð. Verði ykkur að góðu!
P.S. svo lýsi ég eftir Hjalta og Lindu:
Hjalti Már og Linda Ósk,
Hjalti Már og Linda Ósk...þið eruð vinsamlegast beðin um að blogga.
(lesist í tilkynningastíl Gufunnar og/eða kallkerfisstíl Hagkaups)
Skrifaði Regína klukkan 10:15 |
mánudagur, febrúar 26, 2007
Jæja, þá er þetta árlega átak að hefjast og í þetta skiptið eins og öll hin er þetta ekki bara átak heldur lífstílsbreyting til frambúðar. Hahahah ef það væri rétt þyrfti ég ekki á átaki að halda eller hvad? En að gefast upp er það sama og að tapa og ég ætla sko ekki að tapa í baráttunni við sykurinn, fituna og hreyfingaleysið. Ó nei! Svei! Over my dead body! En best að vera ekki með allt of miklar yfirlýsingar. Ekki bara segja heldur gera! Ég hlakka til...
Skrifaði Regína klukkan 20:54 |
laugardagur, febrúar 24, 2007
æ mér leiðist svo mikið. Það gat ekki verið nema ég veiktist eins og allir hinir.
Hvernig á maður aftur að gera likana þannig að þeir birtist í nýjum glugga?
Skrifaði Regína klukkan 15:58 |
fimmtudagur, febrúar 22, 2007
Ahhh...þetta er allt annað líf. Ég var komin með gjörsamlegt ógeð á þessu brúna lúkki. Kúl hvað það er lítið mál núna að gera þetta í bloggernum. Hann er aftur orðinn vinur minn.
Að lokum vil ég hvetja landsmenn nær og fjær til að DRULLAST TIL AÐ GEFA STEFNULJÓS OG HÆTTA AÐ TALA Í SÍMANN Á MEÐAN ÞIÐ KEYRIÐ!!!
Þetta eru svo einfaldir hlutir sem eru svo mikilvægir. Er það virkilega þess virði að hætta limum og lífi til að getað talað í símann undir stýri. Held ekki. Ef síminn hringir á meðan þú ert að keyra, láttu hann þá bara hringja. Gsm símar eru þeirri tækni gæddir að hægt er að sjá hver hringdi og eftir nokkrar mínútur er hægt að hringja í viðkomandi til baka. Ótrúlegt en satt! Og ef helv...síminn er svona gjörsamlega ómissandi akkúrat þegar þú ert að keyra á milli staða þá er til dálítið sem heitir handfrjáls búnaður!
Og þetta með stefnuljósið...what is the fucking problem? Er þetta virkilega svona flókin aðgerð að fólki er fyrirmunað að framkvæma hana. Ég skil þetta bara ekki. Það er ekki einu sinni hægt að kenna leti um því þetta snýst um að hreyfa á sér puttann...andskotinn hafi það. Umferðin gengi svo miklu greiðar ef fólk drullaðist til að gefa stefnuljós.
Já ég er bara hundpirruð á þessum smákóngum í umferðinni hérna á Íslandi. Þeir minna mig reyndar dálítið á danska hjólreiðamenn í mentalitet...Farið frá, ég á veginn og ég ætla að komast áfram!
Skrifaði Regína klukkan 22:55 |
föstudagur, febrúar 16, 2007
veiiii...ég er loksins búin að eignast þvottavél og get hætt að fara alltaf í vesturbæinn til mömmu að þvo eina og eina vél!
Skrifaði Regína klukkan 09:28 |
miðvikudagur, febrúar 14, 2007
Jæja, ég ákvað að stelast til að blogga aðeins í vinnunni. En ég hef eiginlega bara ekkert að segja, fannst ég bara þurfa að setja eitthvað á síðuna. Allt er við það sama, vinna, sofa éta eiginlega. Maður er farinn að hlakka til sumarsins en best að hlakka kannski fyrst til páskanna. Já Kaffi París er ekki góður staður til að hittast og ræða málin...frekar hrópa málin og æfa sig í að panta á ensku.
Skrifaði Regína klukkan 10:33 |
mánudagur, febrúar 05, 2007
OK...stelpur ég veit! Hvernig líst ykkur á DK-saumaklúbb? Þið vitið, þær sem eru fluttar heim? Mig langar það...hverjar eru með?
Skrifaði Regína klukkan 15:27 |
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Stundum er ég alveg ofsalega einmana...í dag var þannig dagur. Þetta lagast vonandi með hækkandi sól. Mér finnst bara einhvernvegin allir vera í vinnunni, í bílnum sínum eða að sinna fjölskyldunni. Ekki að það sé eitthvað að því...það virðist bara fátt annað komast að. Ég veit ekki alveg hvort ég sé að fíla það. Kannski er ég bara svona djöfulli leiðinleg ;) Þetta er ferlega erfið aðlögun og ég þarf að hafa mig alla við til að detta ekki í svartan pitt. Hann er samt orðin dökkgrár.
Skrifaði Regína klukkan 21:15 |